Svanir [2] (?)

Innan barnastúkunnar Siðsemdar (st. 1891) var um tíma starfræktur drengjakór undir nafninu Svanir. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær þessi kór var starfandi en stjórnandi hans var Steinunn Steinsdóttir á Sólbakka í Garði og stjórnaði hún á sama tíma stúlknakór innan stúkunnar sem gekk undir nafninu Liljurnar.

Steinunn lést árið 1944 svo ljóst er að Svanir voru starfandi fyrir þann tíma en þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um þennan drengjakór mættu gjarnan miðla því til Glatkistunnar.