Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1972 til 73 að minnsta kosti, undir nafninu Svarta María. Upplýsingar um þessa sveit eru ekki miklar, fyrir liggur að Haukur Ásgeirsson var í henni og lék að líkindum á gítar, sem og Páll Rúnar Elíson sem hugsanlega var söngvari. Einnig gæti hafa verið meðlimur í sveitinni sem kallaður var Bjössi.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina Svörtu Maríu.