Unglingahljómsveit starfaði um tíma í Hafnarfirði undir nafninu Svarta síða skeggið og lék á tónleikum í bænum haustið 1998.
Meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Hermann Fannar Valgarðsson og Jón Mýrdal Harðarson en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi Svarta síða skeggsins og hljóðfæraskipan.