
Nuance
Nuance var triphopsveit úr Hafnarfirði sem vakti nokkra athygli á seinni hluta tíunda áratugarins.
Nuance var stofnuð upp úr annarri sveit, Útópíu, haustið 1996 og vorið eftir keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir voru þá Hermann Fannar Valgarðsson, Oddur Snær Magnússon og Úlfar Linnet, sem allir léku á hljómborð og tölvutengda hluti.
Þrátt fyrir ágætis viðtökur gagnrýnenda komst sveitin ekki áfram í Músíktilraunum en hélt áframa tónlistarsköpun sinni og vann að fjögurra laga smáskífu sem kom þó líklega aldrei út.
Nuance starfaði til 1998.