Stæner (1998-99)

Hljómsveitin Stæner (einnig ritað Steiner) úr Hafnarfirði sigraði Músíktilraunir vorið 1998 en ólíkt flestum sigurvegurum keppninnar á þeim árum rættist lítið úr sveitinni og hún dó drottni sínu um ári síðar. Stæner var stofnuð í Hafnarfirði fáeinum vikum áðu en hún keppti í Músíktilraunum en þar komst sveitin í úrslit á atkvæðum dómnefndar. Í úrslitum…

Útópía [1] (1996)

Hljómsveitin Útópía starfaði í nokkra mánuði í Hafnarfirði sumarið 1996. Þetta var eins konar teknósveit og voru meðlimir hennar Hermann Fannar Valgarðsson, Úlfur Linnet og Oddur Snær Magnússon. Sveitarmeðlimir voru ungir að árum og um haustið breyttu þeir nafni sveitarinnar í Nuance.

Nuance (1996-98)

Nuance var triphopsveit úr Hafnarfirði sem vakti nokkra athygli á seinni hluta tíunda áratugarins. Nuance var stofnuð upp úr annarri sveit, Útópíu, haustið 1996 og vorið eftir keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir voru þá Hermann Fannar Valgarðsson, Oddur Snær Magnússon og Úlfar Linnet, sem allir léku á hljómborð og tölvutengda hluti. Þrátt fyrir ágætis…