Útópía [1] (1996)

Hljómsveitin Útópía starfaði í nokkra mánuði í Hafnarfirði sumarið 1996. Þetta var eins konar teknósveit og voru meðlimir hennar Hermann Fannar Valgarðsson, Úlfur Linnet og Oddur Snær Magnússon.

Sveitarmeðlimir voru ungir að árum og um haustið breyttu þeir nafni sveitarinnar í Nuance.