Afmælisbörn 31. maí 2017

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtugur og á stórafmæli dagsins. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en í seinni…

Afmælisbörn 30. maí 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og þriggja ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…

Afmælisbörn 29. maí 2017

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari er tuttugu og átta ára gamall á þessum degi. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni Bandinu…

Þokkabót (1972-79)

Hljómsveitin Þokkabót lék vandað þjóðlagaskotið popp og var afkastamikil sveit á útgáfusviðinu en minna fór fyrir henni á tónleikum enda starfaði sveitin aðallega í kringum plötuútgáfuna. Sveitin fékk iðulega mjög góða dóma fyrir plötur sínar en flestar þeirra seldust þó ekki ýkja vel. Upphaf sveitarinnar má rekja austur til Seyðisfjarðar en Gylfi Gunnarsson gítarleikari, Ingólfur…

ÞOR [útgáfufyrirtæki] (1982-87)

Útgáfufyrirtækið ÞOR starfaði á árunum 1982-87 og var í eigu Þorvalds Inga Jónssonar og Bergþóru Árnadóttur söngvaskálds sem þá voru gift. ÞOR gaf út um tug hljómplatna og snælda og má þeirra á meðal nefna plöturnar Ævintýri úr Nykurtjörn, Sokkabandsárin með Ásthildi Cesil Þórðardóttur, Ástajátningu með Gísla Helgasyni, auk nokkurra platna Bergþóru sjálfrar.

Þokkalegur moli (1988)

Hljómsveitin Þokkalegur moli var skammlíf norðlensk hljómsveit sem starfaði sumarið 1988 en hún var sett saman sérstaklega fyrir hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíðinni Ein með öllu á Melgerðismelum í Eyjafirði um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Bjarni Ómar Haraldsson söngvari og gítarleikari, Ragnar Z. Guðjónsson trommuleikari, Friðrik Þór Jónsson hljómborðsleikari, Svavar Hafþór Viðarsson bassaleikari og…

Þokkabót – Efni á plötum

Þokkabót – Upphafið Útgefandi: ORG Útgáfunúmer: ORG 001 Ár: 1974 1. Karl sat undir kletti 2. Uglan og læðan 3. Litlir kassar 4. Uppgjörið 5. Nýríki Nonni 6. Blítt lætur blærinn 7. Framagosinn 8. Sagan um okkur Stínu 9. Veislusöngur 10. Vetrarvísur 11. Tröllaslagur Flytjendur: Gylfi Gunnarsson – [?] Halldór Gunnarsson – [?] Ingólfur Steinsson…

Þorgils (1991)

Hljómsveitin Þorgils var skammlíft verkefni í kringum útgáfu plötu Gísla Helgasonar, Heimur handa þér, sem hann sendi frá sér haustið 1991. Þorgils var notuð til kynningar á plötunni en meðlimir hennar voru Herdís Hallvarðsdóttir bassaleikari, Þórir Baldursson hljómborðsleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari auk Gísla, sem líkast til lék á hin ýmsu hljóðfæri.…

Þorgeir Ástvaldsson – Efni á plötum

Þorgeir Ástvaldsson – Á puttanum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 037 Ár: 1982 1. Á puttanum 2. Tilbúið undir tréverkið 3. Vinstri hægri 4. Nú breytum við um sið 5. Tízkan 6. Í leit að sjálfum sér 7. Spákonan 8. Gamla húsið 9. Líðandi stund ( lifðu sem lengst) 10. Rautt, gult, grænt – af stað…

Þorgeir Ástvaldsson (1950-)

Flestir þekkja fjölmiðlamanninn Þorgeir Ástvaldsson en hann á einnig tónlistarferil sem er töluvert fyrirferðameiri en marga grunar. Þorgeir er Reykvíkingur, fæddur 1950 en á ættir að rekja vestur í Dali. Þorgeir mun hafa lært eitthvað á hljóðfæri á yngri árum, a.m.k. á fiðlu en faðir hans, Ástvaldur Magnússon var einn Leikbræðra svo tónlist var Þorgeiri…

Þorrakórinn (1962-)

Þorrakórinn er ekki þekktasti kór landsins en hann hefur starfað í áratugi í Dalasýslu. Kórinn, sem er blandaður kór, var stofnaður á þorranum 1962 í því skyni að syngja á þorrablóti í félagsheimilinu Staðarfelli á Fellsströnd. Það mun hafa verið Halldór Þ. Þórðarson sem hafði frumkvæðið að stofnun kórsins og stjórnaði honum í upphafi og…

Þorsteinn Björnsson – Efni á plötum

Þorsteinn Björnsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: SS 531 Ár: 1953 1. Ó, hve dýrðlegt er að sjá 2. Ó, Jesú bróðir bezti Flytjendur: Þorsteinn Björnsson – söngur Sigurður Ísólfsson – orgel                   Þorsteinn Björnsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: SS 532 Ár: 1953 1.…

Þorsteinn Björnsson (1909-91)

Þorsteinn Björnsson Fríkirkjuprestur átti sér ekki eiginlegan söng- eða tónlistarferil en söng þó inn á sex hljómplötur um miðja síðustu öld. Þorsteinn fæddist að Miðhúsum í Garði 1909, hann nam guðfræði eftir stúdentspróf og var prestur á Ströndum áður en hann tók við starfi Fríkirkjuprests í upphafi árs 1950. Hann þótti liðtækur söngvari, hafði lært…

Afmælisbörn 28. maí 2017

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sextíu og átta ára á þessum degi. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…

Afmælisbörn 27. maí 2017

Einn tónlistarmaður kemur við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Afmælisbörn 26. maí 2017

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) tónlistarmaður á Ísafirði er áttatíu og sjö ára gamall á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék með…

Afmælisbörn 25. maí 2017

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fjörutíu og níu ára gömul. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með ballhljómsveitum á Suðurlandi…

Afmælisbörn 24. maí 2017

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari er sextíu og níu ára á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um tugur…

Afmælisbörn 23. maí 2017

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) bassaleikarinn góðkunni er sextíu og þriggja ára. Tommi er auðvitað þekktastur fyrir Stuðmannaframlag sitt en hann hefur plokkað bassann í mun fleiri sveitum, s.s. Amor, Arfa, Þursaflokknum, Fónum, Gæðablóðum, Change, Mods, Bítladrengjunum blíðu, Rifsberju, Snillingunum og Sirkus Homma Homm. Tómas hefur einnig unnið…

Afmælisbörn 22. maí 2017

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er fimmtíu og átta ára. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig hefur Eva Ásrún…

Afmælisbörn 21. maí 2017

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörtíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Afmælisbörn 20. maí 2017

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkóar, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó leikið…

Þjóðleikhúskórinn – Efni á plötum

Ketill Jensson, Guðrún Á. Símonar og Þjóðleikhúskórinn [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 98 Ár: 1956 1. Drykkjavísa 2. Lofið Drottinn Flytjendur: Ketill Jensson – söngur Guðrún Á. Símonar – söngur Þjóðleikhúskórinn – söngur undir stjórn Victor Urbancic   Þjóðleikhúskórinn – Raddir úr leikhúsi Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 37 Ár: 1970 1. Sól rís…

Þjóðleikhúskórinn (1953-95)

Þjóðleikhúskórinn var starfandi við Þjóðleikhúsið í áratugi og kom við sögu á hundruðum sýninga og tónleika meðan hann starfaði. Það mun hafa verið Guðlaugur Rósinkranz þáverandi Þjóðleikhússtjóri sem stakk upp á því að kórinn yrði stofnaður árið 1953 en Þjóðleikhúsið hafði verið sett á laggirnar þremur árum fyrr. Dr. Victor Urbancic hljómsveitarstjóri leikhússins stofnaði hins…

Þjóðkórinn (1940-69)

Þjóðkórinn svokallaði var afsprengi Páls Ísólfssonar en kórinn var aufúsugestur í útvarpsviðtækjum landsmanna um árabil, frá árinu 1940 og langt fram á sjöunda áratuginn. Páll hafði áhyggjur, á þeim viðsjárverðum tímum sem stríðsárin voru, af erlendum áhrifum á menningu Íslendinga og fékk þá hugmynd að stofna kór sem hefði það hlutverk að syngja lög, einkum…

Þjóðhátíðarkórinn (1944)

Þjóðhátíðarkórinn var karlakór sem myndaður var úr fimm kórum innan Sambands íslenskra karlakóra (SÍK) til að syngja á lýðveldishátíðinni 1944 þegar Íslendingar fögnuðu nýfengnu sjálfstæði. Kórinn starfaði því aðeins sumarið 1944. Kórarnir fimm voru af höfuðborgarsvæðinu og voru Karlakórinn Þrestir, Kátir félagar, Karlakór iðnaðarmanna, Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður. Pétur Á. Jónsson óperusöngvari söng einsöng…

Þjóðhátíðarkór Árnesinga (1974)

Kór nefndur Þjóðhátíðarkór Árnesinga var settur saman fyrir lýðveldishátíðina sumarið 1974 en þá var 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fagnað víða um land, þ.á.m. í Árnessýslu. Kórinn var sérstaklega myndaður úr Flúðakórnum, Karlakór Selfoss, Samkór Selfoss og Samkór Ölfuss og Hveragerðis til þess að flytja þjóðhátíðarkantötu Sigurðar Ágústssonar frá Birtingarholti en hann sá sjálfur um að…

Þingvallakórinn (1928-30)

Þingvallakórinn var lengi stærsti blandaði kór sem starfað hafði á Íslandi en hann var settur saman fyrir Alþingishátíðina sem haldin var í tilefni þúsund ára afmælis alþingis árið 1930. Kórinn var stofnaður 1928 og var sérstaklega til hans stofnað til að flytja kantötur þær sem sigruðu í samkeppni sem haldin var í tilefni hátíðarinnar. Það…

Þingeyingakórinn [1] (1942-70)

Þingeyingakórinn hinn fyrri, var blandaður kór starfandi innan Þingeyingafélagsins í Reykjavík. Kórinn starfaði a.m.k. á árunum 1942-70 en hugsanlega hefur það verið með einhverjum hléum. Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um þennan kór, vitað er að Ragnar H. Ragnars stýrði honum á fyrstu árunum, 1942-45 og þá voru um fimmtíu manns í kórnum, aðrir nafngreindir…

Þeyr [1] – Efni á plötum

Þeyr [1] – Þagað í hel Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 139 / 799 Ár: 1980 1. En… 2. …nema Jói 3. Hringt 4. Heilarokk 5. Svið 6. Eftir vígið 7. Vítisdans 8. 555 Flytjendur: Elín Reynisdóttir – söngur Magnús Guðmundsson – söngur, hljómborð og gítar Jóhannes Helgason – gítar Sigtryggur Baldursson – trommur og slagverk…

Þeyr [1] (1979-83)

Hljómsveitin Þeyr verður vafalaust alltaf þekktust fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík þar sem sveitin kyrjaði Rúdolf af miklum krafti í nasistabúningum eftir ógleymanlegt intró Sigtryggs Baldurssonar trommuleikara. Margir þekkja einnig Killer boogie úr sömu mynd en þau tvö lög eru á engan hátt dæmigerð fyrir tónlist Þeys nema á þeim tímapunkti sem…

Afmælisbörn 19. maí 2017

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tvö afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og eins árs gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London…

Afmælisbörn 18. maí 2017

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextugur í dag og á því stórafmæli dagsins. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur…

Afmælisbörn 17. maí 2017

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sextíu og sjö ára gamall. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón Ómar Erlingsson…

Afmælisbörn 16. maí 2017

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Afmælisbörn 15. maí 2017

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og níu ára gamall á þessum ágæta degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó.…

Afmælisbörn 14. maí 2017

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Ámundi Ámundason (Ámi) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu…

Afmælisbörn 13. maí 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag, báðir eru látnir: Einar Markússon píanóleikari og tónskáld átti afmæli á þessum degi en hann fæddist 1922. Einar starfaði mestmegnis vestan hafs og fékk í raun aldrei neina viðurkenningu hér heima þrátt fyrir færni á sínu sviði. Einhverjar plötur komu út með honum ytra en litlar upplýsingar finnast um…

Afmælisbörn 12. maí 2017

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller á stórafmæli en hún er sextug í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil…

Afmælisbörn 11. maí 2017

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Jóhann (Óskar) Hjörleifsson trommu- og slagverksleikari með meiru er fjörutíu og fjögurra ára gamall. Jóhann er trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns en hefur aukinheldur leikið með sveitum eins og Jagúar, Rokkabillíbandi Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Trix, Ullarhöttunum, Tríó Björns Thoroddsen og Straumum & Stefáni. Session-mennska hefur þó…

Afmælisbörn 10. maí 2017

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og fjögurra ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Fantasía Flamenca á Rosenberg

Tónlistarhópurinn Fantasía Flamenca verður með tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg fimmtudagskvöldið 11. maí nk. kl. 21:30. Fantasía Flamenca er hópur tónlistarfólks sem sérhæfir sig í flutningi Flamenco tónlistar sem er spænsk tónlist en hún á rætur sínar að rekja til araba, gyðinga og sígauna á Suður-Spáni. Hópinn skipa gítarleikararnir Símon H. Ívarsson og Ívar…

Afmælisbörn 9. maí 2017

Í dag eru afmælisbörn dagsins fjögur talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður er áttatíu og níu ára gamall, hann var upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að vera einn stofnenda Kammersveitar Reykjavíkur. Hilmar Örn…

Það er akkúrat það Bjarni (1987-88)

Hljómsveit með það undarlega nafn, Það er akkúrat það Bjarni, starfaði á Seyðisfirði a.m.k. árin 1987 og 88. Meðlimir sveitarinnar voru Kristín Hafstað söngkona, Stefán Donalds hljómborðsleikari, Arnar Guttormsson gítarleikari, Jón Ágúst [Reynisson?] bassaleikari og Emil Guðmundsson trommuleikari. Litlar sögur fara af þessari sveit en hún kom þó allavega einu sinni fram í Reykjavík, haustið…

Þ.Ó. kvintettinn (1950-51)

Litlar upplýsingar er að hafa um Þ.Ó. kvintettinn sem starfaði um miðja síðustu öld. Kvintettinn var kenndur við Þórarin Óskarsson básúnuleikara en aðrir meðlimir hans voru Guðni Guðnason harmonikku- og trommuleikari, Höskuldur Þórhallsson trommu- og trompetleikari, Bragi Einarsson saxófón- og klarinettuleikari og Árni Ísleifsson píanóleikari. Snemma árs 1951 höfðu Guðmundur Norðdahl [?], Sigurgeir Björgvinsson trommuleikari…

Þetta er… serían [safnplöturöð] (1998)

Útgáfufyrirtækið Japis setti á fót safnplöturöðina Þetta er… árið 1998 en serían var í anda Pottþétt-seríunnar sem þá hafði verið í gangi í fáein ár. Þetta er… serían varð hins vegar skammlíf og aðeins komu út þrír titlar í henni, Þetta er ferskt (rokk), Þetta er rapp og Þetta er R&B og hip-hop, sem allar…

Þeir tveir (1994)

Dúett var starfandi árið 1994 undir nafninu Þeir tveir. Engar upplýsingar er að hafa um Þá tvö en þeir voru líklegast starfandi á Vestfjörðum.

Þaulæfð (um 1955-60)

Hljómsveit var lengi starfandi á Raufarhöfn á sjötta áratug síðustu aldar undir nafninu Þaulæfð eða jafnvel Þaulæfðir. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi sveitin starfaði  en margir höfðu þar viðkomu um lengri eða skemmri tíma. Sveitin lék mestmegnis á heimaslóðum á Sléttu og var vafalaust ómissandi þáttur í skemmtanalífinu á síldarárunum. Staðfest er að Sigurbjörg…

Það snjóar í helvíti (?)

Hljómsveitin Það snjóar í helvíti var starfandi á einhverjum tímapunkti en engar heimildir er hins vegar að finna um hana. Allar tiltækar upplýsingar um Það snjóar í helvíti óskast því sendar Glatkistunni.