Þjóðhátíðarkórinn (1944)

Þjóðhátíðarkórinn var karlakór sem myndaður var úr fimm kórum innan Sambands íslenskra karlakóra (SÍK) til að syngja á lýðveldishátíðinni 1944 þegar Íslendingar fögnuðu nýfengnu sjálfstæði. Kórinn starfaði því aðeins sumarið 1944.

Kórarnir fimm voru af höfuðborgarsvæðinu og voru Karlakórinn Þrestir, Kátir félagar, Karlakór iðnaðarmanna, Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður. Pétur Á. Jónsson óperusöngvari söng einsöng með kórnum á lýðveldishátíðinni.