Þjóðhátíðarkór Árnesinga (1974)

Kór nefndur Þjóðhátíðarkór Árnesinga var settur saman fyrir lýðveldishátíðina sumarið 1974 en þá var 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fagnað víða um land, þ.á.m. í Árnessýslu.

Kórinn var sérstaklega myndaður úr Flúðakórnum, Karlakór Selfoss, Samkór Selfoss og Samkór Ölfuss og Hveragerðis til þess að flytja þjóðhátíðarkantötu Sigurðar Ágústssonar frá Birtingarholti en hann sá sjálfur um að stjórna kórnum, sem var hundrað og þrjátíu manna blandaður kór. Guðmundur Daníelsson samdi ljóðahlutann við kantötuna en hún var flutt á hátíðinni sem haldin á Selfossi í júní 1974.

Kórinn starfaði einungis í kringum lýðveldishátíðina en þá var hlutverki hans líka lokið.