Afmælisbörn 30. júní 2017

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma tvö afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og sex ára gamall. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og að ógleymdri…

Afmælisbörn 29. júní 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fjörutíu og átta ára í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett var…

Afmælisbörn 28. júní 2017

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fjörutíu og átta ára gömul í dag. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl…

Afmælisbörn 27. júní 2017

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er tuttugu og sjö ára í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó starfrækt…

Afmælisbörn 26. júní 2017

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag og það er í þekktari kantinum: Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar hans Jóns míns á afmæli í dag en hann er fimmtíu og eins árs gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu…

Afmælisbörn 25. júní 2017

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti afmæli á þessum degi en hún lést 1995, níræð að aldri. María (f. 1905) var af miklu söngfólki komin og söng t.a.m. oft með systkinum sínum bæði opinberlega sem og á plötum. Hún lagði stund á söngnám í Þýskalandi og starfaði þar…

Afmælisbörn 24. júní 2017

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á tuttugu og átta ára afmæli á þessum degi. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur vakið athygli undanfarið fyrir tónlist sína en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis…

Þórbergur Þórðarson – Efni á plötum

Þórbergur Þórðarson – Þórbergur Þórðarson les úr eigin verkum vol. I Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 38 Ár: 1970 1. Brúðkaupsveizlan þríheilaga (Upphafið á bókinni Steinarnir tala) 2. Vélstjórinn frá Aberdeen 3. Upphafningin mikla (Byrjun á bókinni Íslenzkur aðall) Flytjendur: Þórbergur Þórðarson – upplestur     Þórbergur Þórðarson – les úr eigin verkum vol. II Útgefandi:…

Þórbergur Þórðarson (1888-1974)

Rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson er ekki beinlínis tengdur íslenskri tónlistarsögu en þrjár plötur hafa þó verið gefnar út með upplestri hans og öðru efni. Þórbergur fæddist árið 1888 á Hala í Suðursveit og kenndi sig alltaf við þann bæ, hann fluttist til Reykjavíkur um unglingsaldur og vakti fljótlega athygli fyrir greinaskrif og ljóð, og síðar ævisögulegar…

Þórarinn Sigríðarson (?)

Þórarinn Sigríðarson var meðal flytjenda á safnplötunni Sándkurl sem kom út 1994. Hann syngur þar eigið lag og hefur Eyþór Arnalds og Hrafn Thoroddsen sér til aðstoðar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þennan flytjanda og væru þær þ.a.l. vel þegnar.

Þórarinn Óskarsson (1930-)

Þórarinn Óskarsson básúnuleikari er einn af fyrstu djassleikurum íslenskrar tónlistarsögu og var lengi meðal þeirra fremstu en hann lék með fjölda danshljómsveita auk annarra sveita. Þórarinn fæddist norður í Húnavatnssýslu 1930, ólst upp að mestu leyti á Blönduósi og nærsveitum en flutti suður til Reykjavíkur þar sem eiginlegur tónlistarferill hans hófst. Þórarinn nam sín básúnufræði…

Þórarinn Jónsson – Efni á plötum

Þórarinn Jónsson tónskáld: 1900 – 1974 Heildarútgáfa einsöngslaga og karlakórverka – ýmsir (x2) Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SMK29 Ár: 2004 1. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Ave Maria 2. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Herzeleid 3. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Hjarðljóð 4. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Sólskríkjan 5. Ingveldur Ýr Jónsdóttir – Püppchens Wiegenlied 6. Ingveldur Ýr Jónsdóttir – In questa tomba…

Þórarinn Jónsson (1900-74)

Þórarinn Jónsson er e.t.v. ekki meðal allra þekktustu tónskálda hér á landi en ástæðan fyrir því er væntanlega að hann starfaði lungann úr starfsævi sinni í Þýskalandi, og skóp sér þar nafn sem og í Bandaríkjunum. Þórarin má telja meðal fyrstu tónskálda Íslendinga. Þórarinn fæddist aldamótaárið 1900 í Mjóafirði og framan af var fátt sem…

Þórarinn Guðmundsson – Efni á plötum

Hljómsveit Þórarins Guðmundssonar [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV X 3621 Ár: 1930 1. Íslenzk þjóðlög 2. Íslenzk þjóðlög Flytjendur: Þórarinn Guðmundsson – [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Lög eftir Þórarin Guðmundsson sungin og leikin – ýmsir Útgefandi: Frímúrarareglan á Íslandi Útgáfunúmer: FRM 001 Ár: 1978 1. Sigurður Björnsson – Þú ert 2. Guðmundur…

Þórarinn Guðmundsson (1896-1979)

Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari og tónskáld hefur verið kallaður faðir íslenskra fiðluleikara en hann var fyrstur Íslendinga til að fullnema sig á hljóðfærið á sínum tíma. Hann kenndi jafnframt mörgum af þeim fiðluleikurum sem síðar léku með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þórarinn fæddist vorið 1896 á Akranesi. Fiðla var til á æskuheimilinu en fáir spiluðu á slíkt hljóðfæri…

Þór og Mjölnir (1993)

Hljómsveitin Þór og Mjölnir [Mjöllnir?] var starfandi sumarið 1993 og lék þá á Óháðu listahátíðinni „Ólétt ´93“. Engar frekari upplýsingar er þó að finna um þessa hljómsveit.

Þoturnar (1964)

Söngtríó sem bar heitið Þoturnar kom fram opinberlega vorið 1964. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjar/ir skipuðu tríóið en leiða má getum að því að meðlimir þess hafi verið kvenkyns. Frekari upplýsingar óskast sendar Glatkistunni.

Þotur (um 1960)

Axel Einarsson mun hafa verið í hljómsveitinni Þotur sem starfrækt var í Réttarholtsskóla, líkast til á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Þorvaldur Steingrímsson (1918-2009)

Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari var mikilvirtur hljóðfæraleikari sem var bæði fjölhæfur og mikill fagmaður en hann kom nálægt flestum stóru hljómsveitum landsins í þeirri grósku sem átti sér stað í kringum miðja síðustu öld. Þorvaldur fæddist á Akureyri 1918 og bjó þar framan af unglingsaldri en þá fór hann suður til Reykjavíkur og lærði þar á…

Þorvaldur Jónsson [1] – Efni á plötum

Þorvaldur Jónsson – Á heimaslóð Útgefandi: Þorvaldur Jónsson Útgáfunúmer: ÞJ CD 01 Ár: 1995 1. Á heimaslóð 2. Tölvuljóð 3. Undir haust 4. Ein lítil von 5. Þarfasti þjónninn 6. Þar sem ástin býr 7. Skugginn 8. Seiður fjallkonunnnar 9. Með þér 10. Þrá 11. Tíminn og ég 12. Martröð 13. Melrakkinn 14. Ég sakna…

Þorvaldur Jónsson [1] (1931-2022)

Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari kom víða við á sínum tónlistarferli, hann starfrækti t.a.m. hljómsveitir, samdi tónlist og gaf út nokkrar plötur. Þorvaldur fæddist á Torfastöðum á Fljótsdalshéraði árið 1931 og bjó þar fyrstu æviárin, hann gerðist síðan bóndi fyrir austan en brá búi 1967 og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur þar sem hann bjó og…

Afmælisbörn 23. júní 2017

Afmælisbarn dagsins í tónlistargeiranum er eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Afmælisbörn 22. júní 2017

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á fimmtíu og fimm ára afmæli. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur hafa komið…

Afmælisbörn 21. júní 2017

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötug á þessum degi og því sannkallað stórafmæli. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur…

Afmælisbörn 20. júní 2017

Aðeins eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag: Helgi Júlíusson (1918-94) úrsmiður og söngvari á Akranesi átti þennan afmælisdag en hann var einn þeirra söngvara sem skipuðu sönghópinn Skagakvartettinn á árunum 1969-94. Skagakvartettinn gaf út plötu 1976 sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma og muna margir lögum eins og Umbarassa, Skagamenn skoruðu mörkin og…

Afmælisbörn 19. júní 2017

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er fimmtíu og átta ára gamall en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum sem Afi…

Afmælisbörn 18. júní 2017

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á…

Afmælisbörn 17. júní 2017

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í…

Afmælisbörn 16. júní 2017

Þrjú afmælisbörn dagsins eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal hvatamaður þess að Jónas Helgason síðar Dómorganisti fór…

Afmælisbörn 15. júní 2017

Í dag eru tvö afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) er sextíu og fimm ára gamall. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum þar…

Afmælisbörn 14. júní 2017

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrítug á þessum degi og á því stórafmæli. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og…

Afmælisbörn 13. júní 2017

Hvorki fleiri né færri en fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari er sextíu og fimm ára. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán ára á föstu, Sumarliði er…

Afmælisbörn 12. júní 2017

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari er fimmtíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…

Afmælisbörn 11. júní 2017

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Jón Þór Hannesson framleiðandi er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Þorsteinn frá Hamri (1938-2018)

Rithöfundurinn Þorsteinn frá Hamri telst seint meðal tónlistarmanna en eftir hann liggur þó plata þar sem hann les eigin ljóð, og fleiri plötur þar sem ljóð hans koma við sögu. Þorsteinn Jónsson fæddist 1938 og var frá Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði, hann var ætíð kenndur við æskustöðvarnar þótt hann byggi á höfuðborgarsvæðinu lengst af.…

Þorsteinn Eiríksson (1927-2004)

Trommuleikarinn Þorsteinn Eiríksson var einn af fyrstu djasstrommuleikurum Íslands og lék með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum samtímans um miðja síðustu öld. Þorsteinn fæddist 1927 á Bakkafirði og ólst þar upp fyrstu árin áður en hann fluttist suður til Reykjavíkur. Hann fiktaði eitthvað við önnur hljóðfæri sem unglingur áður en trommurnar tóku hug hans allan. Fljótlega…

Þorsteinn Eggertsson (1942-)

Þorsteinn Eggertsson er einn allra þekktasti og afkastamesti dægurlagatextahöfundur hérlendis en á fimmta hundrað texta eftir hann munu hafa komið út á plötum. Þorsteinn (f. 1942) kemur frá Keflavík og er hluti af þeirri bítlakynslóð sem þaðan kom en hann er þó meðal þeirra elstu í þeim flokki. Hann þótti liðtækur söngvari og þegar rokkið…

Þorsteinn Hannesson – Efni á plötum

Þorsteinn Hannesson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JORX 101 Ár: 1953 1. Sverrir konungur 2. Vetur Flytjendur: Þorsteinn Hannesson – söngur Páll Ísólfsson – píanó [?] Þorsteinn Hannesson – Þorsteinn Hannesson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-126 Ár: 1979 1. Til skýsins 2. Söngurinn 3. Hann hraustur var 4. Gissur ríður góðum fáki 5. Draumalandið 6.…

Þorsteinn Hannesson (1917-99)

Þorsteinn Hannesson var einn af fremstu söngvurum þjóðarinnar um miðja síðustu öld en hann starfaði bæði hér- og erlendis. Hann var ennfremur einn af þeim sem hafði með stjórn Ríkisútvarpsins um langan tíma. Þorsteinn fæddist 1917 á Siglufirði og ól þar reyndar manninn til tuttugu og fjögurra ára aldurs er hann fluttist suður til Reykjavíkur.…

Þorsteinn Guðmundsson (1933-2011)

Þorsteinn Pálmi Guðmundsson (Steini spil) var einn af sveitaballakóngum Suðurlandsundirlendisins á sínum tíma en hann starfrækti hljómsveitir sem gerðu það gott lengi vel þótt ekki væru þær endilega að elta strauma og stefnur í tónlistinni. Þorsteinn fæddist 1933 í Villingaholtshreppi en bjó mest alla ævi á Selfossi, þar sem hann fékkst við handmenntakennslu og einnig…

Þorsteinn frá Hamri – Efni á plötum

Þorsteinn frá Hamri – Lífið er ljóð: Ljóðið ratar til sinna Útgefandi: Leiknótan Útgáfunúmer: 0921 00201 Ár: 1997 1. Vorvísa 2. Skógaraltarið 3. Ljóð 4. Skammdegi 5. Mér er í mun 6. Samkoma 7. Vísa 8. Sumir dagar 9. Flóttinn 10. Fyrnd 11. Kvöldljóð 12. Torgið 13. Tímar 14. Strokudrengur I 15. Strokudrengur V 16.…

Þorvaldur Halldórsson – Efni á plötum

Hljómsveit Ingimars Eydal [ásamt Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Þorvaldi Halldórssyni] [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-510 Ár: 1965 1. Litla sæta ljúfan góða 2. Bara að hann hangi þurr 3. Á sjó 4. Komdu Flytjendur: Ingimar Eydal – cembalett og melódika Vilhjálmur Vilhjálmsson – bassi, raddir og söngur Þorvaldur Halldórsson – gítar, söngur og raddir Grétar Ingvarsson…

Þorvaldur Geirsson – Efni á plötum

Þorvaldur Geirsson – Jólin koma með jólasöngvum Útgefandi: Þorvaldur Geirsson Útgáfunúmer: ÞG 001 CD / ÞG 001 Ár: 1993 1. Grýla 2. Ég á lítinn jólasvein 3. Jólanótt 4. Þorláksmessukvöld 5. Jólagjöf 6. Hvít jól 7. Augun þín 8. Á jólunum 9. Jólasöngur 10. Leppalúði 11. Konungur 12. Litli trommuleikarinn Flytjendur: Þorvaldur Geirsson – söngur…

Þorvaldur Geirsson (1952-)

Litlar upplýsingar er að hafa um Þorvald Geirsson (f. 1952) en hann gaf út jólaplötuna Jólin koma með jólasöngvum, haustið 1993. Um var að ræða tólf laga plötu en níu laganna samdi Þorvaldur sjálfur, hann fékk til sín nokkra þekkta tónlistarmenn til aðstoðar á plötunni en hún hlaut fremur slaka dóma í DV. Allar frekari upplýsingar…

Þorvaldur Friðriksson – Efni á plötum

Lögin hans Valda – ýmsir Útgefandi: Kristín Pétursdóttir og börn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 1. Síldarstúlka 2. Heimkoman 3. Fjörðurinn okkar 4. Sjómannskonan 5. Kveðja til Eskifjarðar 6. Ástarkveðja 7. Bernskuvor 8. Æskubyggðin 9. Valhallarmarsinn 10. Kærasta mey 11. Nú er blessuð blíða 12. Boðið í dans 13. Kveðjustundin 14. Englar drottins vaki 15.…

Þorvaldur Friðriksson (1923-96)

Þorvaldur Friðriksson var alþýðutónlistarmaður sem starfaði alla tíð á Eskifirði, hann samdi lög og eftir andlát hans gaf fjölskylda hans út plötu með lögum hans. Þorvaldur fæddist 1923 á Eskifirði, hann var sjálfmenntaður harmonikkuleikari og hafði líklega einnig lært eitthvað á orgel á æskuheimili sínu. Hann starfaði alla tíð sem sjómaður og verkamaður á heimaslóðum…

Þorsteinn J. Vilhjálmsson – Efni á plötum

Þorsteinn J. Vilhjálmsson – Þetta líf, þetta líf [snælda] Útgefandi: Þorsteinn J. Vilhjálmsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1992 1. Majakovskí 2. Veturinn 3. Þú, þú 4. Svart 5. Rick 6. Armaco de Pera 7. Bakvið vatnið 8. Kerti 9. Ský 10. Frú Blixen 11. Hús 12. Englar 13. Blue Flytjendur: Þorsteinn J. Vilhjálmsson – upplestur

Þorsteinn J. Vilhjálmsson (1964-)

Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur komið við sögu íslenskrar tónlistarsögu með margs konar hætti, hann stjórnaði t.a.m. útvarpsþættinum Lög unga fólksins á sínum tíma og þegar hann var með þátt á Bylgjunni á upphafsárum þeirrar útvarpsstöðvar bað hann um aðstoð hlustenda við að búa til dægurlagatexta. Í kjölfarið varð textinn um Kötlu köldu og samstarfið…

Þorsteinn Ö. Stephensen – Efni á plötum

Þorsteinn Ö. Stephensen – Ljóð & saga Útgefandi: Leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensen og Ríkisútvarpið Útgáfunúmer: JAP 9421 – 2 Ár: 1994 1. Til fánans 2. Þjófadalir 3. Fylgd 4. Kafli úr Sóleyjarkvæði 5. Mitt fólk 6. Móðir mín 7. Eggert Ólafsson 8. Jón Kristófer kadett í hernum 9. Kvæði um einn kóngsins lausamann 10. Rauður…

Þorsteinn Ö. Stephensen (1904-91)

Þorsteinn Ögmundsson Stephensen leikari kom lítið við sögu íslenskrar tónlistar en eftir hann liggur þó ein hljómplata með upplestri á ljóðum. Þorsteinn fæddist 1904, lærði leiklist í Kaupmannahöfn um miðjan fjórða áratuginn og kom heim til Íslands til starfa hjá Ríkisútvarpinu, fyrst sem þulur en síðan einnig sem leiklistarstjóri útvarpsins en því starfi gegndi hann…