Afmælisbörn 21. júní 2017

Inga Backman

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar:

Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötug á þessum degi og því sannkallað stórafmæli. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur sungið með fjölmörgum kórum, og þá líka einsöng, auk þess að starfa sem söngkennari og kórstjórnandi. Inga hefur gefið út tvær plötur með söng sínum en einnig sungið á nokkrum plötum annarra listamanna, s.s. Eddu Heiðrúnar systur sinnar.