Þorsteinn J. Vilhjálmsson (1964-)

Þorsteinn J. Vilhjálmsson

Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur komið við sögu íslenskrar tónlistarsögu með margs konar hætti, hann stjórnaði t.a.m. útvarpsþættinum Lög unga fólksins á sínum tíma og þegar hann var með þátt á Bylgjunni á upphafsárum þeirrar útvarpsstöðvar bað hann um aðstoð hlustenda við að búa til dægurlagatexta. Í kjölfarið varð textinn um Kötlu köldu og samstarfið við hljómsveitina Mosa frænda sem frægt var.

Segja má einnig að Þorsteinn beri einnig ábyrgð á tilurð hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns míns en hann fékk nokkra tónlistarmenn til að leika tónlistina úr kvikmyndinni Blues brothers á tónleikum, og í kjölfarið varð sveitin til, þótt í nokkuð breyttri mynd væri.

Það var svo 1992 sem Þorsteinn gaf út snælduna Þetta líf, þetta líf, sem gefin var út í þrjú hundruð eintökum og fór ekki hátt. Á þeirri snældu las Þorsteinn eigin ljóð.

Efni á plötum