Þokkabót (1972-79)

Hljómsveitin Þokkabót lék vandað þjóðlagaskotið popp og var afkastamikil sveit á útgáfusviðinu en minna fór fyrir henni á tónleikum enda starfaði sveitin aðallega í kringum plötuútgáfuna. Sveitin fékk iðulega mjög góða dóma fyrir plötur sínar en flestar þeirra seldust þó ekki ýkja vel. Upphaf sveitarinnar má rekja austur til Seyðisfjarðar en Gylfi Gunnarsson gítarleikari, Ingólfur…

ÞOR [útgáfufyrirtæki] (1982-87)

Útgáfufyrirtækið ÞOR starfaði á árunum 1982-87 og var í eigu Þorvalds Inga Jónssonar og Bergþóru Árnadóttur söngvaskálds sem þá voru gift. ÞOR gaf út um tug hljómplatna og snælda og má þeirra á meðal nefna plöturnar Ævintýri úr Nykurtjörn, Sokkabandsárin með Ásthildi Cesil Þórðardóttur, Ástajátningu með Gísla Helgasyni, auk nokkurra platna Bergþóru sjálfrar.

Þokkalegur moli (1988)

Hljómsveitin Þokkalegur moli var skammlíf norðlensk hljómsveit sem starfaði sumarið 1988 en hún var sett saman sérstaklega fyrir hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíðinni Ein með öllu á Melgerðismelum í Eyjafirði um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Bjarni Ómar Haraldsson söngvari og gítarleikari, Ragnar Z. Guðjónsson trommuleikari, Friðrik Þór Jónsson hljómborðsleikari, Svavar Hafþór Viðarsson bassaleikari og…

Þokkabót – Efni á plötum

Þokkabót – Upphafið Útgefandi: ORG Útgáfunúmer: ORG 001 Ár: 1974 1. Karl sat undir kletti 2. Uglan og læðan 3. Litlir kassar 4. Uppgjörið 5. Nýríki Nonni 6. Blítt lætur blærinn 7. Framagosinn 8. Sagan um okkur Stínu 9. Veislusöngur 10. Vetrarvísur 11. Tröllaslagur Flytjendur: Gylfi Gunnarsson – [?] Halldór Gunnarsson – [?] Ingólfur Steinsson…

Þorgils (1991)

Hljómsveitin Þorgils var skammlíft verkefni í kringum útgáfu plötu Gísla Helgasonar, Heimur handa þér, sem hann sendi frá sér haustið 1991. Þorgils var notuð til kynningar á plötunni en meðlimir hennar voru Herdís Hallvarðsdóttir bassaleikari, Þórir Baldursson hljómborðsleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari auk Gísla, sem líkast til lék á hin ýmsu hljóðfæri.…

Þorgeir Ástvaldsson – Efni á plötum

Þorgeir Ástvaldsson – Á puttanum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 037 Ár: 1982 1. Á puttanum 2. Tilbúið undir tréverkið 3. Vinstri hægri 4. Nú breytum við um sið 5. Tízkan 6. Í leit að sjálfum sér 7. Spákonan 8. Gamla húsið 9. Líðandi stund ( lifðu sem lengst) 10. Rautt, gult, grænt – af stað…

Þorgeir Ástvaldsson (1950-)

Flestir þekkja fjölmiðlamanninn Þorgeir Ástvaldsson en hann á einnig tónlistarferil sem er töluvert fyrirferðameiri en marga grunar. Þorgeir er Reykvíkingur, fæddur 1950 en á ættir að rekja vestur í Dali. Þorgeir mun hafa lært eitthvað á hljóðfæri á yngri árum, a.m.k. á fiðlu en faðir hans, Ástvaldur Magnússon var einn Leikbræðra svo tónlist var Þorgeiri…

Þorrakórinn (1962-)

Þorrakórinn er ekki þekktasti kór landsins en hann hefur starfað í áratugi í Dalasýslu. Kórinn, sem er blandaður kór, var stofnaður á þorranum 1962 í því skyni að syngja á þorrablóti í félagsheimilinu Staðarfelli á Fellsströnd. Það mun hafa verið Halldór Þ. Þórðarson sem hafði frumkvæðið að stofnun kórsins og stjórnaði honum í upphafi og…

Þorsteinn Björnsson – Efni á plötum

Þorsteinn Björnsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: SS 531 Ár: 1953 1. Ó, hve dýrðlegt er að sjá 2. Ó, Jesú bróðir bezti Flytjendur: Þorsteinn Björnsson – söngur Sigurður Ísólfsson – orgel                   Þorsteinn Björnsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: SS 532 Ár: 1953 1.…

Þorsteinn Björnsson (1909-91)

Þorsteinn Björnsson Fríkirkjuprestur átti sér ekki eiginlegan söng- eða tónlistarferil en söng þó inn á sex hljómplötur um miðja síðustu öld. Þorsteinn fæddist að Miðhúsum í Garði 1909, hann nam guðfræði eftir stúdentspróf og var prestur á Ströndum áður en hann tók við starfi Fríkirkjuprests í upphafi árs 1950. Hann þótti liðtækur söngvari, hafði lært…

Afmælisbörn 28. maí 2017

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sextíu og átta ára á þessum degi. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…