Þorsteinn Björnsson (1909-91)

Sr. Þorsteinn Björnsson

Þorsteinn Björnsson Fríkirkjuprestur átti sér ekki eiginlegan söng- eða tónlistarferil en söng þó inn á sex hljómplötur um miðja síðustu öld.

Þorsteinn fæddist að Miðhúsum í Garði 1909, hann nam guðfræði eftir stúdentspróf og var prestur á Ströndum áður en hann tók við starfi Fríkirkjuprests í upphafi árs 1950. Hann þótti liðtækur söngvari, hafði lært nótnalestur og orgelleik, og söng stundum opinberlega við undirleik Sigurðar Ísólfssonar orgelleikara en þeir fluttu tíu sálma og jólasálma á sex 78 snúninga plötum sem gefnar voru út 1953 og 1956. Plöturnar þrjár sem gefnar voru út 1953 voru einu plöturnar sem Hljóðfærahús Reykjavíkur gaf út án aðkomu erlendra útgáfufyrirtækja. Hinar þrjár komu út undir merkjum Polyphone.

Þorsteinn starfaði við Fríkirkjuna í tuttugu og átta ár, en hann lést 1991.

Efni á plötum