ÞOR [útgáfufyrirtæki] (1982-87)

Útgáfufyrirtækið ÞOR starfaði á árunum 1982-87 og var í eigu Þorvalds Inga Jónssonar og Bergþóru Árnadóttur söngvaskálds sem þá voru gift.

ÞOR gaf út um tug hljómplatna og snælda og má þeirra á meðal nefna plöturnar Ævintýri úr Nykurtjörn, Sokkabandsárin með Ásthildi Cesil Þórðardóttur, Ástajátningu með Gísla Helgasyni, auk nokkurra platna Bergþóru sjálfrar.