Sýnir

Sýnir
(Lag / texti Rúnar Þór Pétursson / Steinn Steinarr)

Ég sit og hlusta hljóður
á húmsins dularmál.
Sýnir og draumar frá horfnum heim,
hópast að minni sál.

Mér birtist aftur æskan
sem ól minn kjark og þrótt.
Á bak við tímans dökka djúp,
dveljum við saman í nótt.

Og löngu dánir draumar
í dýrð sinni ljóma á ný.
Golan þýtur í greinum trjánna,
gleðin er björt og hlý.

Trú sem er týnd og grafin
í tímans Stórasjó.
Draumar sem hurfu út í veður og vind,
vonin sem fæddist og dó.

Ég sit og hlusta hljóður
á húmsins dular mál.
Ég er dæmdur í útlegð uns ævin þver
og eilífðin fær mína sál.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Hugsun]
[einnig er til lag eftir Bergþóru Árnadóttur við sama ljóð – það má m.a. finna á plötunni Bergþóra Árnadóttir – Lífsbókin]