Siesta

Siesta
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Steinn Steinarr [Aðalsteinn Kristmundsson]

Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.

En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið,
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.

Og þungur gnýr sem hrynji höf,
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Yfir hæðina]