Ég er ég

Ég er ég
(Lag / texti Rúnar Þór Pétursson – Sverrir Stormsker [Sverrir Ólafsson])

Ég er einn af þeim
sem er ekki einn af ykkur,
ég er ég, ekki þið.

Mér er nokkuð ljóst
að mín leið hún ávallt liggur
utan við ykkar hlið.

Ég keikur fram hjá geng,
svo laus við sorg og sút.
Ég feta um eilífð einstigið
og hví að banka og ýta
á dyr sem opnast út,
að baki er ekkert, bara þið.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – hugsun]