Kjarnorkukomminn

Kjarnorkukomminn
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Ég er kjarnorkukommi og yrki um
ógnir, dauða og stríð,
um myrkur, ræsi, rigningu og blóð
og reiðan þjáðan lýð.
Og harmatölur heimsins alls
á herðum mínum ég ber.
En kjarnorkusprengjan alltaf er
efst í huga mér.

Bombuna ég yrki um
öll mín bestu ljóð.
Við geislavirku voðaskýi
ég vara mína þjóð.
Eldur brennur í æðum mér,
ég er svo reiður og sár.
Þið verðið steikt og stiknuð öll
og steindauð eftir ár.

Ég leita uppi óvini
og óður berst við þá.
Ég deili á menn, ég deili á allt
sem deilanlegt er á.
Ef finn ég óvin ekki neinn
að eiga í höggi við,
þá þefa ég uppi einhverja hugsjón
og æstur legg henni lið.

Ég er á móti öllu því
sem aðrir eru með.
Ég er á móti Albert og Lúsí,
á engu hef ég geð.
Ég er einn og allir menn
eru á móti mér.
Ég er á móti mótmælum
gegn mótmælum gegn her.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]