300 textar bætast í Glatkistuna

Venju samkvæmt á miðvikudögum bætist við efni á Glatkistuna en að þessu sinni er ekki um að ræða viðbót við gagnagrunn síðunnar heldur textaflóruna, ríflega 300 söng- og dægurlagatextar frá ýmsum áttum og tímum bætast nú í þann flokk. Þess má geta að á næstu dögum mun tíu þúsundasta Glatkistufærslan líta dagsins ljós en vefsíðan…

Áfram stelpur

Áfram stelpur (Lag / texti: erlent lag / Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson) Í augsýn er nú frelsi og fyrr það mátti vera, nú fylkja konur liði og frelsismerki bera. Stundin er runnin upp. Tökumst allar hönd í hönd og höldum fast á málum þó ýmsir vilji aftur á bak en aðrir standa í stað,…

Á hverju lifa menn?

Á hverju lifa menn? (Lag / texti: erlent lag / Böðvar Guðmundsson) Þið kennið okkur kroppinn vel að sveigja, hve klókum augnagotum beita skal, en mat í okkur fyrst þið skuluð fleygja, þá fyrst er unnt að hefja þvílíkt tal. Þið dýrkið vora aumu smán og ykkar girnd en eitt að sönnu heyra megið þið,…

Internasjónalinn

Internasjónalinn (Lag / texti: erlent lag / Sveinbjörn Sigurjónsson) Fram, þjáðir menn í þúsund löndum, sem þekkið skortsins glímutök. Nú bárur frelsis brotna á ströndum, boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum! Bræður! Fylkjum liði í dag. Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. Þó að framtíð sé falin, grípum…

Bræður til ljóss og til lausnar

Bræður til ljóss og til lausnar (Lag / texti: erlent lag / Aðalbjörn Pétursson) Bræður, til ljóss og til lausnar laðar oss heillandi sýn. Fögur mót fortíðar myrkrum framtíðin ljómandi skín. Endalaus milljóna móða máttug úr nóttinni brýst. Þrjár ykkar himninum hærra hrópa, því nóttin er lýst. Bræður, hver hönd tengist höndum. Hlægir oss dauði…

Fánasöngur

Fánasöngur (Lag / texti: Hallgrímur Jakobsson / Jón Rafnsson) Kvað við uppreisnarlag, lýsti‘ af öreigans brá þegar árgolan snerti þinn fald. Þú varst frelsisins tákn sem að treystum vér á, nú var takmarkið réttur og vald. Og þú beindir oss leið gegnum skugga og skin þar sem skiptast á ylur og gjóst. Þig vér lærðum…

Ertu nú ánægð?

Ertu nú ánægð? (Lag / texti: erlent lag / Þrándur Thoroddsen)   Ertu nú ánægð áttræð og komin á Grund, á dánarfregnir þú hlustar með hægð og hugsar um liðna stund. Manstu hve mamma var þakklát er Mogens í vist þig réð við uppvask og ungbarnagrát þú ánægð gekkst Jónsa með. Og Mogens gifti þig…

Er hnígur sól

Er hnígur sól (Lag / texti: erlent lag / Jóhannes úr Kötlum) Er hnígur sól að hafsins djúpi og hlin sorg á brjóstum knýr, vér minnumst þeirra er dóu‘ í draumi um djarft og voldugt ævintýr. Þá koma þér úr öllum áttum með óskir þær, er flugu hæst, og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn…

Eiður vor

Eiður vor (Lag / texti: Auður Haraldsdóttir og Þorvaldur Örn Árnason / Jóhannes úr Kötlum) Vér stöndum , hver einasti einn, um Ísland hinn skylduga vörð, af hjarta vér leggjum nú hönd á heilaga jörð og sverjum að sameinast best þess sál, þegar hættan er mest, hver einasti einn. Gegn kalsi um framandi kvöð skal…

Dánarfregn

Dánarfregn (Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Steinn Steinarr) Í gærkvöldi andaðist Guðmundur Jónsson, gamall maður frá Patreksfirði. Og það kom upp úr dúrnum að eignir hans eru ekki svo mikils sem fimm aura virði. Það gerði nú ef til vill ekki svo mikið, fyrst engum til byrði í lífinu varð hann, og slíkt mætti…

Berðu ekki lóminn

Berðu ekki lóminn (Lag og texti: Sverrir Stormsker)   Ég horfi á hafið blátt. Ó, hve hér allt er smátt, og ég er aðeins agnar peð. Lítið ólán er, ég ætti að drekkja mér og mínum sorgum með. Lífið er mér leitt, ég lánlaus er og þreytt. Hvað fær mína götu greitt? Þú og aðeins…

Feigð

Feigð (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Sit hér einn og sötra vín, sortinn byrgir augu mín. Mér sama er hvort að sólin skín, mér sama er um allt, hvort heitt er eða kalt. Ég ma kallast elliær, en andi minn er hreinn og tær. Ég finn að eitthvað færist nær, sem fangar hverja taug, sem…

Í bestu súpum finnast flugur

Í bestu súpum finnast flugur (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Margþættur er mannsins hugur. Í letingjum býr leyndur dugur. Á spekihjúpum sér í smugur. Í bestu súpum finnast flugur. Engin sála sér hve sjóndöpur hún er. Hver lifir í sjálfum sér og sálast einn og sér. Þú lýtin skalt smækka, en mikla þinn mátt, þá…

Jónas í hvalnum

Jónas í hvalnum (Lag / texti: Jakob F. Magnússon og Þórður Árnason / Þórður Árnason) Jónas lenti‘ í maganum á stórum hval, stórum hval, rosa stórum hval, Jónas lenti‘ í maganum á stórum hval og þá varð honum ekki um sel. Í Gyðingalandi í gamla daga hefur Gamla testamentið fyrir satt, að upp í munn…

Hanarnir tveir

Hanarnir tveir (Lag / texti: erlent lag / Þórarinn Hjartarson) Heyrist gal hanans svarta verður dimmt og deginum lýkur. En er rauða hanans glymur gal þá glaðnar og nóttin víkur. Viðlag Syng, enginn mun heyra. Taktu vindur minn söng sem engu nær eyra. Syng, hvað get ég meira. Vindinum eigna ég söng minn sem engir…

Farfuglar

Farfuglar (Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Guðmundarson)   Sól og blíða bæta skapið, brosir vorið hlýtt mót ströndum, fáum loks að fagna aftur fuglunum úr suðurlöndum. Farfuglar, farfuglar fögnuð vekja alls staðar. Farfuglar, farfuglar fögnuð vekja alls staðar. Lóa, heiðagæs og lundi, langvía með vængi þanda, keldusvín og oddhvass kjói, krían herská mjög…

Fyrsti maí

Fyrsti maí (Lag / texti: Sigursveinn D. Kristinsson / Jóhannes úr Kötlum) Yfir fjöll, yfir sveitir og sanda, nú suðrænir vindar þjóta. Úr hömrunum hengjur falla og hlaupaskriður leið sér brjóta. Nú veður í hjarnskaflinn harða, þar sem hvergi sást áður spor, og klakinn hann grætur af klökkva. Það er komið sólskin og vor. Út…

Framtíðardraumar

Framtíðardraumar (Lag / texti: erlent lag / Böðvar Guðmundsson) Ef ég tilskildum námsþroska næ og ég nafnbætur hjúkkunnar fæ munu langþjáðir sjá mig og langa að fá jafnvel lasnir mig þrá -tral-la-la. Allur spítalinn mænir á mig. Sérhver maður fær óró í sig, ef ég svíf honum frá eða sest honum hjá jafnvel sjúkir mig…

Hildur

Hildur (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Ég horfi í augu þín, úr augum þínum skín hrein ómeðvituð gjöf til mín. Það eina hér sem yljar mér í lífsins frosti og fönn, sem gefur dug í dagsins önn. Ég lít í augu þín og lít þar augu mín. Minn bústaður hann er í þér. Oft ástarhjal…

Hinn nýi íslenski þjóðsöngur

Hinn nýi íslenski þjóðsöngur (Lag og texti: Sverrir Stormsker og Þórður Magnússon) Þorskurinn, Ingólfur, Grettir og Glámur, Gullfoss og Þingvellir, hundurinn Sámur, Eyvindur, Halla og Laxness og landinn, lúsin og Fjallkonan, efnahagsvandinn, Geysir og sápan, Gunnar og Mjölnir, glíman og paparnir, Jónas og Fjölnir, Vigdís og Erró og þreyjandi þorri, Þórður og Sverrir og víðlesinn…

Ég get þig ekki glatt

Ég get þig ekki glatt (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Mér finnst það leitt að geta‘ ekki neitt gert fyrir þig, ég er staur. Ég segi þér alveins og er: Ég má ei missa aur. Ég segi þér hreina satt, ég milljónir greiði í skatt. Ég betla í minn kúluhatt. Ég get þig ekki glatt.…

Þú ert eini vinur þinn

Þú ert eini vinur þinn (Lag og texti: Sverrir Stormsker)   Þú leiðir einhvern á leið svo leiðin verði greið, gefum blindum sýn, leggur einhverjum lið, þið labbið hlið við hlið, en aðeins stutta stund, því maður sem að sér synjar fylgd með þér og burtu fer. Þú sýnir sanna dyggð, þú sýnir hreina tryggð,…

Komdu með

Komdu með (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Komdu með mér í partíið, taktu til á þér andlitið. Ekki vera með vol og víl, gargaður frekar á leigubíl (strax, nú strax). Ó, komdu með, það kætir gerð, ó, komdu, ég í seðlum veð. Hoppum og verum kát, skoppum við Twist and shout, stoppaðu harmagrát og komdu…

Alls staðar er fólk

Alls staðar er fólk (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Hve hátíðlegt er heimsins slekt, heimskt og leiðitamt, svo gáfnatregt og lúalegt, svo lúmskt og íhaldssamt. Mjög er normalt mannfólkið og mett af bábyljum. Svo þungbúið er þetta lið og þröngsýnt með afbrigðum. Samt er nákvæmlega sama hvert ég fer, já sama hvar ég er, alls…

Þú leiddir mig í ljós

Þú leiddir mig í ljós (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Þú sem ert fallinn frá, ert farinn, kominn að ós; Líf þér ég launa á, þú leiddir mig í ljós. Trú mína og tálsýnir þú tókst og fleygðir á bál. Ískaldur eldur þinn enn yljar minni sál. Vinur minn, kæri vinur minn, í bakkann reynir…

Ávallt viðbúnir

Ávallt viðbúnir (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Skátar eru yfir höfuð ekki mikið inná krám. Þeir nota frekar tímann til að taka ketti niður úr trjám. Hugsum til barnanna, unglinga, gamlingja. Við gerum margt góðverkið, sem göfgar mannkynið. Við björgum fólki úr fjöllunum og forðum því frá tröllunum. Rjúpnaskyttum skjótum vér skjólshúsi yfir, sem vera…

Paradís

Paradís (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Sumar, vetur, vor og haust ég vinn en ekkert hlýt. Já alla daga endalaust ég ösla slor og skít. Ó, ég vil fá mér nesti og nýja skó. Af nepju hef ég fengið meir en nóg. Já, það er ljóst á landi þessu líður engum vel. Hér er allt…

Göfugugginn

Göfugugginn (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Ég kafa í minn innri manna, af alefli ég göfga hann með lestri um hin lífsins duldu mál. En ef mig vantar eitthvert svar ég alsæll rýni í stjörnurnar, því stöður þeirra stjórna minni sál. Ég er sjálfskoðuð sál, ég er sannleikans mál, ég er opinn sem útsprungið blóm.…

Austurstræti 1984

Austurstræti 1984 (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Skyggnið er ágætt, en hvort það er vor eða vetur, veit ég eigi svo gjörla en frostið stingur. Um Austurstræti ég eigra með hendur í vösum. Ælugrænn staur sit allra síðasta syngur. Á pulsubarnum bið ég um eina með rúsínu og bæti því við til fróðleiks ég hlynntur…

Glens er ekkert grín

Glens er ekkert grín (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Gjarnt er mönnum gáfnatregum að gleyma sér við skens og líta aldrei alvarlegum augum á spaug og glens. Þegar ég sé ánægt fólk, hreint ákaflega sælt, þá gæti ég í gremju minni gubbað, nú eða ælt. Já, gjarnt er háðskum heimskingjum að hafa allt í flimtingum;…

Samúð

Samúð (Lag / texti: Guðrún Elín Ólafsdóttir / Sverrir Stormsker) Já þetta vetrarkvöld er drungalegt og dimmt, það deginum er ljósara. Og út í gaddinum þar geta fáir skrimmt: Ég greini í trjánum fuglana. Ó bíbagreyin, þá er ekki sjón að sjá, þeir sífra í garðinum hjá mér. Ég þríf í byssu mína og bauna…

Einu sinni = Alltaf

Einu sinni = alltaf (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Að baki þér er breið og mikil læsing. Úr böndunum þú færð þig aldrei leyst. Þú kveinar en það virkar ekki volið; Þeir vænu hafa um þig múra reist. Það glappaskot sem gerðir þú í æsing er geymt í hugum, þó þú hafir breyst. Því ef…

Á föstudaginn langa

Á föstudaginn langa (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Veglaus himinn vakir yfir mér, veðrið það er bæði gott og blessað. Ég ligg í stól, að ofan er ég ber. Í útvarpinu verður bráðum messað. Í garði þessum gerist ekki margt, jú, grasið vex, en lítið annað hendir. Og hér er fátt, sem augað yfir gleðst.…

Við matarborð

Við matarborð (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Ég yrki vísu um ýsu sem áður fór um haf. En hún var veidd og hífð um borð og hausinn skorinn af. Nú hjá okkur er ´hún uppákomin fatið. Örlög grimm og þó: Innan stundar fer ´hún út um endagatið og aftur út í sjó. [af plötunni Sverrir…

Dánarfregnir og jarðarfarir

Dánarfregnir og jarðarfarir (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Jón Jónsson lést í dag 85 ára að aldri. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þá fluttar eru fréttir, sárt fá sumir grátið. Hundruð láta lífið. En hvert er lífið látið? Þá býður upp á betra að bíða en ana. Það bíður þess enginn betur sem bíður…

Samfestingar

Samfestingar (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Skilið okkur ekkert gat og enginn gat. Við vorum samlokur sem snápar gerðu sér að mat. Á milli okkar ekkert var, nei ekki neitt. Við vorum samföst, vorum góð, við vorum eitt. Í rúminu við lágum létt, við lágum íðí nótt og dag rúmlega, var okkar sport. Hve gott…

Kjarnorkukomminn

Kjarnorkukomminn (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Ég er kjarnorkukommi og yrki um ógnir, dauða og stríð, um myrkur, ræsi, rigningu og blóð og reiðan þjáðan lýð. Og harmatölur heimsins alls á herðum mínum ég ber. En kjarnorkusprengjan alltaf er efst í huga mér. Bombuna ég yrki um öll mín bestu ljóð. Við geislavirku voðaskýi ég…

Sjálfs er höndin hollust

Sjálfs er höndin hollust (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Ef þú berð engar taugar til tígurlegra kvenna og finnst þeim ætti á haugum með öðru rusli að brenna, þá líklegt er að þig fýsi frekar í það að koma mönnum aftan að. En sjálfs er höndin hollust, sú hægri yfirleitt. Þó allar konur lýsi‘ á…

Man is the woman of the world

Man is the woman of the world (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Ég borga reikningana‘ og ég gef þér aur og ég kaupi bjór handa þér, en þú bara gargar og atar mig aur og ælir í hárið á mér. Ég kaupi‘ í matinn, já ég kaupi‘ í bú, ég kaupi sykur og smér ofan…

Negrablús

Negrablús (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Þú vilt surt, sveittan durt, með tvist í höndunum. Ég vil burt, ei vera‘ um kjurrt, mig losa‘ úr böndunum og fá að þjóra bjóra á ströndunum. Að eignast flón er þín bón, Einhvern út úr hól, svartan kall sem á hjall, sandala‘ og ruggustól, sem fretar blús í…

Joe Hill

Joe Hill (Lag / texti: erlent lag / Einar Bragi) Mig dreymdi í nótt ég sá Joe Hill, hinn sanna verkamann. „En þú ert löngu látinn, Joe?“ „Ég lifi“, sagði hann. „Ég lifi“, sagði hann. „Í Salt lake city“, sagði ég, „þar sátu auðsins menn og dæmdu þig að sínum sið.“ „Þú sérð ég lifi…

Fyrirgefðu mér

Fyrirgefðu mér (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Nú hef ég áttað mig, ég var þér vondur, en vina, ég er nýr og betri, breyttur, allur annar, auðmjúkur og hlýr. Ég hefi opnað hnefann kreppta, ég höndum tek þér tveim, krýp í duftið, kyssi á tærnar, ó, komdu aftur heim. Ég lofa að spara spörkin og…

Ástaróður

Ástaróður (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Í volæði og eymd þú veitir mér lið, lyftir mér upp, lífgar mig við. Þú vermir mig, ver, veitir mér styrk er blasir mér við veröldin myrk. Þig ég þrái, þig ég dái. Ég og þú fylgjumst alltaf að. Andi þinn á óðul í mér. Þig einatt og oft…

Samför

Samför (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Ó elsku elskan mín, ég elska að elska þig. Í örmum þér ég gleymi kífinu. Þó að ást rími við þjást og brást og slást, þá þarf ´etta‘ ekki að ríma í lífinu. Ó, ég skal skapa þér, ó, framtíð bjarta skal ég skapa þér. Ó ef ég tapa…

Þríhyrningur

Þríhyrningur (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Þú og ég, þú og ég, þú og hann; Þríhyrningur. Þú og ég æðisleg, við fittum, erum eitt. Þú og hann sem ekkert kann eruð ekki neitt. [af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]

Söngur verkamanna

Söngur verkamanna (Lag / texti: Áskell Snorrason / Kristján frá Djúpalæk) Við unnum það sem unnið var um Íslands breiða vang. Og bóndinn okkar bróðir er, og bræður þeir um nes og ver, er sækja sjávarfang. Við ruddum vegi, byggðum brýr og brutum land í góðri trú, sem hlýðin vinnuhjú. En byggðin þrengdist, burt var…

Stund milli stríða

Stund milli stríða (Lag / texti: Eyjólfur Kristjánsson / Jón úr Vör) Það ár, sem ég fæddist var friður saminn, er fávísir menn settu grið. En áfram var haldið og barist og barist og búið við vopnaðan frið. Og vestur á fjörðum var friðnum slitið og fátækir daglaunamenn börðust þar fyrir betri heimi og berjast…

Skilmálarnir

Skilmálarnir (Lag / texti: Áskell Snorrason – Þorsteinn Erlingsson) Ef þér ei ægir allra djöfla upphlaup að sjá og hverri tign að velli velt, sem veröldin á og höggna sundur hverja stoð sem himnana ber, þá skal ég syngja sönginn minn og sitja hjá þér og ef þú hatar herra þan sem harðfjötrar þig, og…

Sjá roðann í austri

Sjá roðann í austri (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Gíslason) Sjá roðann í austri – hann brýtur sér braut! Fram bræður – það dagar nú senn! Þeir hæða vorn rétt til að rísa frá þraut, vorn rétt til að lifa eins og menn. Þeir skammta okkur frelsi, þeir skammta okkur brauð. Hvað skóp…

Sagan af Gunnu og Sigga

Sagan af Gunnu og Sigga (Lag / texti: erlent lag / Þrándur Thoroddsen) Þau gengu saman í gaggó Gunna og hann. Seinna sömu vinnu og Siggi Gunna vann. Hann vildi kalla sig karlmann og kvæntist Gunnu pent. Í heilögu hjónabandi hún Gunna var lent. Þeim fæddist fyrst ein stelpa svo Fúsi og Lilla-Syss. Og Gunna…