Sagan af Gunnu og Sigga

Sagan af Gunnu og Sigga
(Lag / texti: erlent lag / Þrándur Thoroddsen)

Þau gengu saman í gaggó
Gunna og hann.
Seinna sömu vinnu
og Siggi Gunna vann.
Hann vildi kalla sig karlmann
og kvæntist Gunnu pent.
Í heilögu hjónabandi
hún Gunna var lent.

Þeim fæddist fyrst ein stelpa
svo Fúsi og Lilla-Syss.
Og Gunna bar sig að bjástra
við barnaskít og piss.
En Siggi vildi verða
verkfræðingur
þá Gunnar hlaut að húska
á heimilinu kjur.

Loks varð sú elsta átján
orðin frú í Kjós.
En strákurinn af var stunginn
með Stjána til sjós.
Og leikvangur Lillu
er löngum Tónabær.
Í gamla rúminu að gráta
hún Gunna alein fær.

Siggi hann náði í nýja
sem nett var og kát.
Bæði upplýst og andrík,
aldrei hún brestur í grát.
En hver vill gömlu Gunnu
greyið er fimmtug að sjá.
Kannski hún fái kvendjobb
sem karlmenn líta ekki á.

Siggi hann situr í djobbi
sem á við hans geð.
En hvað hún Gunna gerði,
það getur enginn séð.
Hún fær enga umbun
fyrir uppþvott og strit.
Gæti hún byrjað frá grunni
gengið lífs á vit?
Athugum það aftur
slíkt ekki mun til neins
því enginn vill útslitna konu
orðna fjörutíu og eins.

[af plötunni Áfram stelpur – úr söngleik]