Sixties [2] (1994-2012)

Hljómsveitin Sixties spratt fram á sjónarsviðið um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar og sló í gegn með tónlist frá sjöunda áratugnum líkt og Bítlavinafélagið hafði gert nokkrum árum áður. Sixties sendi í kjölfarið frá sér fjölmargar plötur með þessari tónlist en smám saman breyttust áherslurnar m.a. með tilkomu nýrra efnis á prógramminu auk frumsamdra laga,…

Sixties [2] – Efni á plötum

Sixties – Bítilæði Útgefandi: Rymur Útgáfunúmer: RYMUR CD / K 002 Ár: 1995 1. Vor í Vaglaskógi 2. Viltu dansa 3. Fyrsti kossinn 4. Tonight 5. Á heimleið 6. Ævintýri 7. Kvöldið er fagurt 8. Söknuður 9. Memory 10. Alveg ær 11. Einn, tveir, þrír 12. Konur Flytjendur: Rúnar Örn Friðriksson – söngur Andrés Gunnlaugsson…

Sítrónukvartettinn (1975-77)

Sítrónukvartettinn svokallaði var söngkvartett nemenda við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði, sem starfaði þar á árunum 1975 til 77. Meðlimir kvartettsins voru þeir Sigurður Jóhannesson, Freysteinn Sigurðsson, Vigfús Hjartarson og Jón Hallur Ingólfsson, ekki liggur fyrir hvaða raddir þeir félagar sungu en Sigurður og Freysteinn léku aukinheldur á gítara. Sítrónukvartettinn naut töluverðra vinsælda á Bifröst…

Sín (1990-2017)

Hljómsveitin Sín er líklega með langlífari pöbbasveitum landsins en hún starfaði í ríflega 25 ár. Það er mörkum þess að hægt sé að kalla Sín hljómsveit því hún var í raun dúett sem bætti við sig söngvurum eftir hentugleika, yfirleitt söngkonum þannig að meðlimir hennar töldu aldrei fleiri en þrjá. Sín kom fyrst fram á…

Síhanouk – Efni á plötum

Síhanouk – Koxað á Kambódíu [snælda] Útgefandi: Síhanouk Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Síhanouk (um 1980)

Síhanouk var hljómsveit á Akureyri sem starfaði líklega um eða upp úr 1980. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ásgeir Jónsson gítarleikari, Balli [Baldvin H. Sigurðsson?] hljómborðsleikari, Ási Magg [Ásmundur Magnússon?] bassaleikari, Óli Þór [Ólafur Þór Kristjánsson?] söngvari og Jóhannes Már [?] trommuleikari. Heimild segir jafnframt að Steinþór Stefánsson bassaleikari hafi tímabundið verið í sveitinni. Síhanouk fór…

Sín – Efni á plötum

Sín – Ef það er fjör… þá er stuð! [snælda] Útgefandi: Sín Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Ágústnótt 2. Gamla gatan mín 3. Ég bíð þín undir bláum mána 4. Heimaslóð 5. Vor við sæinn 6. Nú er ég léttur… syrpa 7. Út á sjó 8. Ég er kominn heim 9. Nú er ég…

Skólahljómsveitir Héraðsskólans á Laugarvatni (1946-62)

Skólahljómsveitir munu hafa verið starfræktar við Héraðsskólann á Laugarvatni á árum áður en heimildir þ.a.l. eru nokkuð slitróttar og því við hæfi að lesendur Glatkistunnar fylli í eyður eftir því sem kostur er. Skólahljómsveit var starfrækt við skólann árið 1946 en meðlimir hennar voru þeir Sigurður Guðmundsson píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari og Pétur Jónsson saxófónleikari.…

Skólahljómsveit Gagnfræðaskóla Keflavíkur (1956-61)

Í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði merkileg hljómsveit í kringum 1960 en hún ásamt Drengjalúðrasveit Keflavíkur innihélt kynslóð tónlistarfólks sem hratt af stað bylgju með hljómsveitina Hljóma í fararbroddi og á eftir fylgdu ótal þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir úr bænum sem síðan þá hefur verið kallaður bítlabærinn Keflavík, hér má nefna Gunnar Þórðarson, Rúnar Júl, Magnús…

Skólahljómsveit Hveragerðis (1977-95)

Skólahljómsveit Hveragerðis var starfrækt um árabil innan grunnskólans í Hveragerði og var fastur liður í menningarlífi bæjarins, lék við ýmis tækifæri innan grunnskólans, í kirkjustarfinu og þegar kveikt var á jólatréi þeirra Hvergerðinga við upphaf aðventu, þá lék sveitin við ýmis einstök tilefni eins og t.d. við vígslu Hótels Arkar árið 1986 og fór að…

Skólahljómsveit Héraðsskólans að Reykjum (um 1970)

Héraðsskóli var starfadni að Reykjum í Hrútafirði á árunum 1931-88 en síðan skólanum var lokað hafa vinsælar skólabúðir verið starfræktar þar. Reikna má með að hljómsveitir hafi verið starfandi innan skólans líkt og við aðra slíka skóla en heimildir finnast þó ekki um nema eina slíka sveit, hún var starfandi að líkindum í kringum 1970…

Skógamenn (1960)

Vorið 1960 kom fram söngkvartett sem skemmti á samkomu sem haldin var í tilefni af tíu ára afmæli Skógaskóla (Héraðsskólans á Skógum) en hann bar nafnið Skógamenn. Kvartettinn sem var skipaður fjórum nemendum úr skólanum mun hafa sungið við píanóundirleik og svo virðist sem hann hafi þá verið starfandi um nokkurn tíma. Engar upplýsingar er…

Skógameyjar (1960-72)

Sextett stúlkna var starfræktur undir nafninu Skógameyjar í Skógaskóla (Héraðsskólanum á Skógum) á árunum 1960 til 72, og jafnvel lengur. Skógameyjar sem skemmtu með söng við gítarundirleik komu líklega fyrst fram á hátíðarhöldum í tilefni af tíu ára afmæli Skógaskóla vorið 1960 og virðist slíkur sönghópur hafa verið fastur liður í skólafélagslífinu að minnsta kosti…

Afmælisbörn 24. nóvember 2021

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Sigurdór Sigurdórsson söngvari er áttatíu og þriggja ára gamall í dag, hann söng með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma s.s. hljómsveitum Svavars Gests og Eyþórs Þorlákssonar. Hann er þó þekktastur fyrir flutning sinn á Þórsmerkurljóðinu sem flestir þekkja undir nafninu María María. Eyþór Arnalds söngvari…