Silfurtónar [1] (1991-95)

Hljómsveitin Silfurtónar vakti á fyrri hluta tíunda áratugarins nokkra athygli og þó nokkrar vinsældir með spilamennsku sinni og svo plötu sem reyndar seldist fremur illa en tvö laga sveitarinnar hafa lifað til þessa dags. Silfurtónar komu fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 1991 þegar sveitin hélt tónleika í Duus húsi undir yfirskriftinni Silfurtónar í 20 ár.…

Six pack latino (1998-2001)

Hljómsveitin Six pack latino vakti heilmikla athygli rétt fyrir síðustu aldamót með suður-amerískri latino tónlist, og sendi frá sér plötu með slíkri tónlist. Segja má að rætur sveitarinnar hafi að mestu legið í hljómsveitinni Diabolus in musica sem hafði starfað á áttunda áratugnum en þau Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, Páll Torfi Önundarson gítarleikari og Tómas…

Sinfóníuhljómsveit æskunnar – Efni á plötum

Sinfóníuhljómsveit æskunnar – G. Mahler: Sinfónía nr. 9 – Tónleikar 03.08. ´86 [snælda] Útgefandi: [óútgefið] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1986 1. Sinfónía nr. 9 e. G. Mahler Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit æskunnar – leikur undir stjórn Paul Zukofsky       Colonial symphony / Sinfóníuhljómsveit æskunnar – Dane Rudhyar: Five stanzas & Arnold Schoenberg: Pelleas and melisande,…

Sinfóníuhljómsveit æskunnar (1985-96)

Sinfóníuhljómsveit æskunnar var starfrækt hér á landi í tæplega áratug og tókst á við fjölmörg ótrúleg og krefjandi verkefni undir stjórn og handleiðslu Bandaríkjamannsins Paul Zukofskys, þegar hans naut ekki lengur við fjaraði smám saman undan sveitinni uns hún lognaðist út af 1996. Paul Zukofsky hafði á árunum 1977 til 84 verið með námskeið fyrir…

Silfurtónar [1]- Efni á plötum

Silfurtónar – Skýin eru hlý Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 092 Ár: 1992 1. Söngur um þrá 2. Við 3. Get down now 4. Töfrar 5. Í dyragættinni 6. Mennið 7. Litið til baka 8. Með þér = Going baby 9. Guðmundur surtur 10. Amina Flytjendur: Hlynur Höskuldsson – bassi og raddir Bjarni Friðrik Jóhannsson –…

Six pack latino – Efni á plötum

Six Pack Latino – Björt mey & mambó Útgefandi: Mál og menning Útgáfunúmer: MM 017 Ár: 1999 1. Garðyrkjumaður 2. Simba mundele 3. Mambo del amor 4. Habanera 5. Camarera de mi amor 6. Timbúktú 7. Letingjabragur 8. Meglio stasera 9. Til þín 10. Tifandi tær 11. El manisero 12. Í dansi með þér 13.…

Skógarbandið (1981)

Haustið 1981 var hópur, líklega sönghópur fremur en hljómsveit, starfandi innan KFUM og K starfsins undir nafninu Skógarbandið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi eða eðli Skógarbandsins og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það.

Skóflubandið (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Skóflubandið en það var að öllum líkindum starfandi á austanverðu landinu, í kringum Egilsstaði eða nágrenni. Fyrir liggur að Friðjón Ingi Jóhannsson var í Skóflubandinu, líklega sem harmonikku- eða bassaleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hvenær sveitin starfaði og hversu lengi.

Skoffín [1] (1995-96)

Hljómsveitin Skoffín starfaði í Hafnarfirði seint á síðustu öld, líklegast innan Flensborgarskóla en sveitin átti tvö lög á safnplötunni Drepnir árið 1996. Skoffín hafði verið stofnuð 1995 og voru meðlimir hennar Darri Gunnarsson gítarleikari og söngvari, Kjartan O. Ingvason gítarleikari og söngvari, Gísli Árnason bassaleikari og söngvari og Björn Viktorsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir neinar…

Danslagakeppni SKT [tónlistarviðburður] (1950-61)

Líklega hafa fáir tónlistarviðburðir á Íslandi haft jafn mikil og víðtæk áhrif á tónlistarlífið hér og danslagakeppnir þær sem Góðtemplarar (og fleiri í kjölfarið) stóðu fyrr á sjötta áratug síðustu aldar en segja má að með þeim hafi íslenska dægurlagið verið skapað. Góðtemplarareglan í Reykjavík hafði verið stofnuð undir lok 19. aldarinnar hér á landi…

Skólahljómsveit Barnaskóla Hafnarfjarðar (1959-64)

Upplýsingar óskast um Skólahljómsveit Barnaskólans í Hafnarfirði sem starfaði þar veturinn 1963-64 en hafði þá líkast til verið starfandi þá síðan haustið 1959 og verið sett á stofn af Jóni Ásgeirssyni þáverandi söngkennara við skólann, líklegast var um að ræða litla blásara- eða lúðrasveit. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um starfstíma, stærð, stjórnendur og…

Skógartríóið [2] (2001)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Skógartríóið sem kom fram á fjölskylduskemmtun á Skriðuklaustri haustið 2001. Að öllum líkindum var um að ræða einhvers konar hljómsveit sem þá hefur starfað á Héraði en hér mega lesendur gjarnan fylla í eyðurnar.

Skógartríóið [1] (1954-55)

Skógartríóið starfaði á Akureyri um miðjan sjötta áratuginn, nánar tiltekið sumrin 1954 og 55 (e.t.v. lengur) og lék fyrra sumarið um helgar á dansleikjum í Vaglaskógi, hugsanlega kemur nafn tríósins þannig til. Einnig lék sveitin eitthvað á dansleikjum í Eyjafirðinum. Meðlimir Skógartríósins voru þeir Reynir Jónasson harmonikkuleikari, Gissur Pétursson píanóleikari og Rögnvaldur Gíslason trommuleikari.

Skólahljómsveit Barnaskóla Húsavíkur (1959-60)

Hljómsveit var starfandi innan Barnaskólans á Húsavík veturinn 1959-60 og bar hún líklega nafnið Skólahljómsveit Barnaskóla Húsavíkur. Meðlimir þeirrar sveitar voru Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari, Þórhallur Aðalsteinsson píanóleikari og Sigþór Sigurjónsson trommuleikari en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit.

Ómar [3] – Efni á plötum

Árshátíð Menntaskólans í Reykjavík – Árshátíð 1991 [flexiplata] Útgefandi: Framtíðin Menntaskólanum í Reykjavík Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1991 1. Ómar! – Smákvæði um eyrnarbrotið milta 2. Flosi Ólafsson & Pops – Ljúfa líf Flytjendur: Ómar!: – Jónas Sveinn Hauksson – söngur – Frank Þórir Hall – kassagítar og raddir – Guðmundur Steingrímsson – harmonikka og…

Afmælisbörn 17. nóvember 2021

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er þrjátíu og tveggja ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…