Skóflubandið (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Skóflubandið en það var að öllum líkindum starfandi á austanverðu landinu, í kringum Egilsstaði eða nágrenni.

Fyrir liggur að Friðjón Ingi Jóhannsson var í Skóflubandinu, líklega sem harmonikku- eða bassaleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hvenær sveitin starfaði og hversu lengi.