Skoffín [1] (1995-96)

Hljómsveitin Skoffín starfaði í Hafnarfirði seint á síðustu öld, líklegast innan Flensborgarskóla en sveitin átti tvö lög á safnplötunni Drepnir árið 1996.

Skoffín hafði verið stofnuð 1995 og voru meðlimir hennar Darri Gunnarsson gítarleikari og söngvari, Kjartan O. Ingvason gítarleikari og söngvari, Gísli Árnason bassaleikari og söngvari og Björn Viktorsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um breytingar á liðsskipan sveitarinnar.