Spur [1] (1993)

Hljómsveit starfaði undir nafninu Spur um skamman tíma árið 1993 en breytti svo nafni sínu í Moskvítsj áður en hún keppti í Músíktilraunum þá um vorið en hún hafði árið áður keppt í sömu keppni undir nafninu Auschwitz, ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin gekk undir Spur nafninu en það gætu hafa verið frá fáeinum vikum og upp í einhverja mánuði.

Meðlimir sveitarinnar (sem keppti undir nafninu Moskvítsj) voru þeir Gísli Árnason bassaleikari, Páll Sæmundsson gítarleikari, Árni Rúnar Þorvaldsson söngvari, Björn Viktorsson trommuleikari og Þorvaldur Einarsson gítarleikari, og er því giskað að þeir hinir sömu hafi skipað hana undir nafninu Spur.