Sprangmenn (1999)

Eftir því sem best verður komist var hljómsveitin Sprangmenn ekki starfandi hljómsveit heldur aðeins sett saman til að leika lagið Heim á ný, lag Pálma J. Sigurhjartarsonar inn á plötuna Í Dalnum sem kom út sumarið 1999. Lagið telst til „Eyjalaga“ þótt ekki sé um þjóðhátíðarlag að ræða en það hafði Pálmi samið 1989, það kom þó ekki út fyrr en á fyrrgreindri plötu áratug síðar.

Sprangmenn voru Pálmi sem lék á hljómborð og harmonikku, Kári Waage söngvari, Georg Bjarnason bassaleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Kristján Eldjárn gítarleikari og Sigurður Perez Jónsson saxófónleikari.