SRV (1995)

Hljómsveit sem bar nafnið SRV (sem var skammstöfun á einhverjum blues- eða soul tónlistarmanni sem Glatkistunni hefur ekki tekist að ráða í) var skammlíf sveit sem lék líklega aðeins einu sinni opinberlega, vorið 1995 á Gauki á Stöng.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Örn Jónsson hljómborðsleikari sem titlaður var hljómsveitarstjóri, bræðurnir Örlygur Smári söngvari og Bergþór Smári gítarleikari, Ingi Skúlason bassaleikari og Friðrik G. Júlíusson trommuleikari. Sveitin lék blús- og sálartónlist eins og nærri má geta.

Þeir félagar áttu síðar eftir að starfa undir nafninu Kirsuber.