Spor [1] [útgáfufyrirtæki] (1981-87)

Útgáfufyrirtækið Spor (hið fyrra) var starfrækt í nokkur ár á níunda áratug síðustu aldar og var undirmerki á vegum hljómplötuútgáfunnar Steina í eigu Steinars Berg en var stýrt af Jónatani Garðarssyni . Spori var ætlað að sinna ýmis konar útgáfu innan Steina og meðal fyrstu platnanna voru erlendir titlar með hljómsveitum eins og Matchbox, Bad…

Spaugstofan (1985-)

Grínhópinn Spaugstofuna þekkja flestir Íslendingar enda hafa þeir skemmt landsmönnum með einum eða öðrum hætti í gegnum miðla eins og sjónvarp, útvarp og Internetið ásamt því að hafa sett leiksýningar og skemmtidagskrár á svið og gefið út plötur. Upphaf Spaugstofunnar má rekja til sumarsins 1985 þegar Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson voru fengnir til…

Spaugstofan – Efni á plötum

Spaugstofan – Sama og þegið Útgefandi: Steinar / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: STLP 085 / IT 265 Ár: 1986 / 2007 1. Sama og þegið 2. Spaug 3. Eyrun þín 4. Grín 5. Telpan frá Thailandi 6. Gys 7. Nú verðum við harðir 8. Ó elsku besti Bens 9. Spé 10. Hrjálpartækjabankinn 11. Glens 12. Suðurlandeyjablús 13. Skop 14.…

Sónata [2] (1995-96)

Hljómsveitin Sónata starfaði í kringum útgáfu plötu sem kom út haustið 1995 en sveitin var skipuð menntaskólanemum sem sumir hverjir áttu eftir að koma heilmikið við tónlistarsögu síðar. Tildrög þess að Sónata var stofnuð voru þau að Blönduósingurinn Einar Örn Jónsson sem þá var við nám í Menntaskólanum á Akureyri vildi koma tónlist sinni á…

Sónata [2] – Efni á plötum

Sónata – Hugarflugur Útgefandi: Tvær gylltar Útgáfunúmer: EINAR 001 Ár: 1995 1. Ekki ennþá 2. Syndandi hugarflugur 3. SÁÁ fund sem Finnur… 4. Svefnljóð 5. Mammon 6. Augnablik 7. Veist þú af hverju? 8. Huldumál 9. Einkamál 10. Skáldið 11. Líðum burt Flytjendur: Anna S. Þorvaldsdóttir – söngur og raddir Einar Örn Jónsson – píanó,…

Spor í rétta átt [félagsskapur] (1992-97)

Spor í rétta átt var félagsskapur austur í Vík í Mýrdal en um var að ræða félag harmonikku- og dansunnenda á svæðinu  sem starfaði á árunum 1992 til 97 að minnsta kosti. Félagið var stofnað vorið 1992 og sama haust voru í því á milli fjörutíu og fimmtíu meðlimir sem hlýtur að teljast dágott í…

Spor [3] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Spor og starfaði árið 2004 að líkindum á Norðurlandi, hugsanlega í Skagafirðinum. Líklegt er að Spor hafi verið hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum og hafi innihaldið harmonikkuleikara. Hér er óskað eftir öllum frekari upplýsingum um sveitina, meðlimi, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Spor [2] [útgáfufyrirtæki] (1993-98)

Útgáfufyrirtækið Spor – hið síðara undir því nafni starfaði um fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og komu fjölmargir titlar út undir því merki. Spor var stofnað vorið 1993 en það varð með þeim hætti að þegar hljómplötuútgáfan Steinar var komið nánast í þrot leitaði Steinar Berg eigandi þess til aðal samkeppnisaðilans í útgáfubransanum,…

Spitsign (1997-98)

Hljómsveitin Spitsign gegnir stærra hlutverki en margir gera sér grein fyrir í þeirri harðkjarnasenu sem myndaðist hér á landi í kringum aldamótin 2000 en segja má að sveitin hafi að nokkru leyti mótað og rutt brautina fyrir þær harðkjarnasveitir sem á eftir komu, m.a. með þátttöku sinni í Músíktilraunum – hljómsveitin Mínus varð eins konar…

Spottarnir [1] (1983)

Snemma árs 1983 tróð upp eins konar hljómsveit kvenna undir nafninu Spottarnir á Hótel Borg og var þar meðal upphitunaratriða fyrir Egó sem þar hélt tónleika. Ekki liggur fyrir hvort um eiginlega hljómsveit var að ræða eða einhvers konar tónlistargjörning undir lestri ljóða eftir Skáld-Rósu og Látrar-Björgu. Meðlimir Spottanna voru Brynhildur Þorgeirsdóttir sem var vopnuð…

Sport (1996)

Hljómsveitin Sport lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins í nokkur skipti vorið 1996 og virðist hafa verið fremur skammlíf sveit. Meðlimir Sport voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Páll Úlfar Júlíusson trommuleikari, Stefán Már Magnússon gítarleikari og Ottó Tynes söngvari og gítarleikari en þeir félagar lögðu einkum áherslu á breskt gítarrokk í bland við eigið frumsamið efni.…

Sprakk (1988-91)

Hljómsveitin Sprakk var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið í kringum 1990, reyndar með einhverjum hléum en sveitin lék víða á dansleikjum bæði utan og innan borgarmarkanna. Sprakk var stofnuð á fyrri hluta árs 1988 og þá voru í henni Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Haukur…

Afmælisbörn 8. júní 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrjátíu og sex ára á þessum degi. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…