Spottarnir [1] (1983)

Spottarnir

Snemma árs 1983 tróð upp eins konar hljómsveit kvenna undir nafninu Spottarnir á Hótel Borg og var þar meðal upphitunaratriða fyrir Egó sem þar hélt tónleika. Ekki liggur fyrir hvort um eiginlega hljómsveit var að ræða eða einhvers konar tónlistargjörning undir lestri ljóða eftir Skáld-Rósu og Látrar-Björgu.

Meðlimir Spottanna voru Brynhildur Þorgeirsdóttir sem var vopnuð svipu og flutti hugsanlega ljóðin, Elín Magnúsdóttir söngkona, Guðrún Tryggvadóttir trommuleikari og Hulda Hákonardóttir harmonikkuleikari.