Spilafífl (1980-82)

Hljómsveitin Spilafífl starfaði um tveggja ára skeið í upphafi níunda áratugar síðustu aldar, og var hluti af pönk- og nýbylgjusenunni sem þá stóð sem hæst og kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Sveitin sendi frá sér eina smáskífu en hvarf svo af sjónarsviðinu. Spilafífl var líklega stofnuð haustið 1980 og voru meðlimir hennar í…

Spark [3] (2005)

Spark var ekki eiginleg hljómsveit heldur söngtríó þriggja ungra tónlistarmanna (10 og 11 ára) sem höfðu verið við Söngskóla Maríu Bjarkar Sverrisdóttur, og sendi frá sér plötu haustið 2005. Það voru þeir Hákon Guðni Hjartarson, Guðjón Kjartan Böðvarsson og Snæþór Ingi Jósepsson sem skipuðu Spark og þegar platan sem hlaut Lífið er leikur, kom út…

Spark [3] – Efni á plötum

Spark – Lífið er leikur Útgefandi: Hljóðsmiðjan Útgáfunúmer: SONG-2005 Ár: 2005 1. MSN 2. Sigurlagið 3. Betra líf 4. Orðin 5. Draumur 6. Tjá og tundri 7. Lífið er leikur 8. Fjöllin hafa vakað 9. Hjá þér 10. Við teljum niður 11. Alltaf er fólk á ferð Flytjendur: Hákon Guðni Hjartarson – söngur Guðjón Kjartan…

Squirt [2] (um 2005)

Hljómsveitin Squirt var starfrækt meðal Íslendinga sem voru við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum um eða eftir miðjan fyrsta áratug þessarar aldar, í kringum 2005. Meðlimir Squirt voru þeir Sveinbjörn Jónasson, Sigurjón Jónsson, Ágúst Þór Ágústsson og Kári Ársælsson, engar upplýsingar finnast um hljóðfæraskipan hennar en sá síðast taldi var líkast til söngvari sveitarinnar. Frekari…

Spyss (um 1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Austfjörðum, hugsanlega á Egilsstöðum eða nágrenni um eða eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar, en hún bar nafnið Spyss. Spyss mun hafa verið meðal þátttökuhljómsveita í hljómsveitakeppni í Atlavík einhverja verslunarmannahelgina en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir upplýsingum um nöfn…

Spútnik tríó (um 1957-60)

Hljómsveit sem bar nafnið Spútnik tríó var starfrækt af unglingsdrengjum í Keflavík undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og var að einhverju leyti forveri sveita eins og Hljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar og jafnvel Hljóma, sveitin var líklega starfandi 1957 eða 58 og gæti jafnvel hafa starfað í einhverri mynd til 1960 en upplýsingar um hana eru…

Spurs in the fón (1999)

Spurs in the fón var hljómsveit frá Keflavík starfandi 1999 en það haust tók hún þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk sem haldin var í Reykjanesbæ. Lag með Spurs in the fón kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina og er því hér með óskað eftir þeim, meðlima- og hljóðfæraskipan…

Spur [2] (1995-99)

Hljómsveitin Spur var töluvert áberandi á ballmarkaðnum undir lok síðustu aldar en sveitin sendi frá sér tvö lög á safnplötu, þá naut söngkona sveitarinnar töluverðrar athygli þegar hún fór fyrir hönd Íslands í lokakeppni Eurovision en nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu reyndar þessa sveit auk hennar. Sveitin starfaði hátt í fjögur ár en þó með…

Spur [1] (1993)

Hljómsveit starfaði undir nafninu Spur um skamman tíma árið 1993 en breytti svo nafni sínu í Moskvítsj áður en hún keppti í Músíktilraunum þá um vorið en hún hafði árið áður keppt í sömu keppni undir nafninu Auschwitz, ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin gekk undir Spur nafninu en það gætu hafa verið frá fáeinum…

Sprangmenn (1999)

Eftir því sem best verður komist var hljómsveitin Sprangmenn ekki starfandi hljómsveit heldur aðeins sett saman til að leika lagið Heim á ný, lag Pálma J. Sigurhjartarsonar inn á plötuna Í Dalnum sem kom út sumarið 1999. Lagið telst til „Eyjalaga“ þótt ekki sé um þjóðhátíðarlag að ræða en það hafði Pálmi samið 1989, það…

SRV (1995)

Hljómsveit sem bar nafnið SRV (sem var skammstöfun á einhverjum blues- eða soul tónlistarmanni sem Glatkistunni hefur ekki tekist að ráða í) var skammlíf sveit sem lék líklega aðeins einu sinni opinberlega, vorið 1995 á Gauki á Stöng. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Örn Jónsson hljómborðsleikari sem titlaður var hljómsveitarstjóri, bræðurnir Örlygur Smári söngvari og…

Afmælisbörn 15. júní 2022

Í dag eru þrjú afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á stórafmælir en hann er sjötugur í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í…