Hljómsveitin Squirt var starfrækt meðal Íslendinga sem voru við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum um eða eftir miðjan fyrsta áratug þessarar aldar, í kringum 2005.
Meðlimir Squirt voru þeir Sveinbjörn Jónasson, Sigurjón Jónsson, Ágúst Þór Ágústsson og Kári Ársælsson, engar upplýsingar finnast um hljóðfæraskipan hennar en sá síðast taldi var líkast til söngvari sveitarinnar.
Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.