Spor í rétta átt [félagsskapur] (1992-97)

Spor í rétta átt var félagsskapur austur í Vík í Mýrdal en um var að ræða félag harmonikku- og dansunnenda á svæðinu  sem starfaði á árunum 1992 til 97 að minnsta kosti.

Félagið var stofnað vorið 1992 og sama haust voru í því á milli fjörutíu og fimmtíu meðlimir sem hlýtur að teljast dágott í ekki stærra sveitarfélagi. Aðal markmið félagsins var að efla hljóðfæra- og dansmennt Mýrdælinga og nærsveitunga þeirra og voru haldnar samkomur á vegum þess til ársins 1997 svo best verður séð, frekari upplýsingar vantar þó um þetta félag.

Svo virðist sem Spor í rétta átt hafi ekki haft félagsaðild innan S.Í.H.U. (Sambands íslenskra harmoniku unnenda) þar sem einnig var um dansfélag að ræða.

Kristján Ólafsson var formaður félagsins.