Sprangmenn (1999)

Eftir því sem best verður komist var hljómsveitin Sprangmenn ekki starfandi hljómsveit heldur aðeins sett saman til að leika lagið Heim á ný, lag Pálma J. Sigurhjartarsonar inn á plötuna Í Dalnum sem kom út sumarið 1999. Lagið telst til „Eyjalaga“ þótt ekki sé um þjóðhátíðarlag að ræða en það hafði Pálmi samið 1989, það…

Sóldögg (1994-)

Hljómsveitin Sóldögg var með þekktustu ballhljómsveitum Íslands um aldamót og telst til aldamótahljómsveitanna svonefndu. Sveitin sendi frá sér ógrynni vinsælla laga á sínum tíma, var alveg við toppinn en náði þangað þó aldrei alveg og má e.t.v. um kenna að hún markaði sér aldrei hreina stefnu, var á mörkum þess að vera hreinræktuð sveitaballapoppsveit annars…

Slikk (1998)

Hljómsveitin Slikk var skammlíft tríó sem starfaði í fáeina mánuði árið 1998. Slikk tók til starfa snemma um vorið og lék á nokkrum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu fram á mitt sumar en hætti þá störfum, meðlimir sveitarinnar voru Ingvar Valgeirsson söngvari og gítarleikari, Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari og Georg Bjarnason bassaleikari.

Varð (1998)

Hljómsveitin Varð var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík og lenti þar reyndar í öðru sæti. Sveitin átti lög á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í kjölfarið. Meðlimir Varð voru Hallvarður Ásgeirsson söngvari og gítarleikari, Jón Indriðason trommuleikari, Georg Bjarnason bassaleikari og Brynjar M. Ottósson gítarleikari.

Bundið slitlag (1996-2002)

Upplýsingar um blúshljómsveitina Bundið slitlag eru af afar skornum skammti en hún virðist hafa verið starfandi á árunum 1996 til 2002, þó með hléum. Heimild segir að sveitin hafi einnig gengið undir nafninu Blúsband Gordons Bummer. 1996 voru þeir Georg Bjarnason bassaleikari, Bergþór Smári gítarleikari og Pojtr Versteppen [?] trommuleikari sagðir vera meðlimir Bundins slitlags…

Salka (1996-98)

Hljómsveitin Salka (stundum einnig nefnd Zalka) starfaði í um tvö ár og herjaði á sveitaböllin um land allt. Meðlimir Sölku voru trommuleikarinn Ólafur Hólm, Þór Breiðfjörð söngvari, Tómas Tómasson gítarleikari, Björgvin Bjarnason gítarleikari og Georg Bjarnason bassaleikari en sveitin var stofnuð vorið 1996. Salka sendi fljótlega frá sér lag í útvarpsspilun og hafði uppi plön…

Invictus (1991-93)

Hljómsveitin Invictus starfaði á höfuðborgarsvæðinu í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1991 en engar upplýsingar finnast um hversu lengi hún starfaði, Pétur Ingi Þorgilsson einn meðlima sveitarinnar lést 1993 og er hér því giskað á að sveitin hafi starfað til þess tíma. Aðrir meðlimir Invictus voru líklega Georg Bjarnason bassaleikari, Brynjar M.…

Neol Einsteiger (1994)

Hljómsveitin Neol Einsteiger var stofnuð gagngert til að gefa út tónlist eftir Pétur Inga Þorgilsson sem lést af slysförum aðeins tvítugur að aldri. Það voru vinir Péturs sem stóðu að útgáfunni en hann hafði skilið eftir sig mikinn fjölda laga og vildu vinirnir heiðra minningu hans með plötunni Heitur vindur … og þá hefst rigningin.…

Jökulsveitin (1992-94)

Jökulsveitin var blúshljómsveit skipuð ungu og efnilegu tónlistarfólki á fyrri hluta tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin sem stofnuð var snemma árs 1992, hafði á að skipa ungum menntskælingum sem voru Margrét Sigurðardóttir söngkona en hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna um svipað leyti, Georg Bjarnason bassaleikari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Finnur Júlíusson hljómborðsleikari, Jón Indriðason trommuleikari og Heiðar…