Bundið slitlag (1996-2002)

Upplýsingar um blúshljómsveitina Bundið slitlag eru af afar skornum skammti en hún virðist hafa verið starfandi á árunum 1996 til 2002, þó með hléum. Heimild segir að sveitin hafi einnig gengið undir nafninu Blúsband Gordons Bummer.

1996 voru þeir Georg Bjarnason bassaleikari, Bergþór Smári gítarleikari og Pojtr Versteppen [?] trommuleikari sagðir vera meðlimir Bundins slitlags en það verður að segja eins og er að nafn trommarans hljómar ekki trúverðugt. Hins vegar gæti Birgir Baldursson hafa verið trymbill hennar um tíma allavega.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit má senda Glatkistunni.