Busabandið [2] (2000-01)

Hljómsveit sem bar nafnið Busabandið var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 2000-01. Nafnið var kunnuglegt innan veggja skólans því um fjórum áratugum fyrr hafði verið sveit starfandi undir sama nafni í skólanum, og skartað mörgum kunnum tónlistarmönnum.

Busabandið mun hafa verið stofnað í tengslum við Viðarstauk, hljómsveitakeppni MA og starfaði eitthvað áfram eftir keppnina. Meðlimir sveitarinnar voru Auðunn Níelsson, Diðrik Vilhjálmsson, Örlygur Hnefill Örlygsson og Hannes Ingi Guðmundsson en engar heimildir finnast um hljóðfæraskipan þeirra.

Sveitin mun hafa sent frá sér eitt lag.