Burgeisar (1987-88)

Burgeisar

Hljómsveitin Burgeisar starfaði í nokkra mánuði 1987 og 88.

Sveitin var stofnuð um haustið 1987 og lék fyrst um sinn á Hótel Sögu. Eftir áramótin 1987-88 var hún hins vegar ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé en um það leyti var settur þar á svið Þórskabarettinn Svart og hvítt. Þar lék sveitin þar til hún hætti um mitt sumarið 1988.

Meðlimir Burgeisanna voru þeir Ari Jónsson söngvari og trommuleikari, Hallberg Svavarsson bassaleikari og söngvari, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari og Guðmundur Benediktsson söngvari, hljómborðs- og gítarleikari. Einnig kom Þorleifur Gíslason saxófónleikari fram með sveitinni í Þórscafé.