Svif (1995-96)

Hljómsveitin Svif starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og 96 og var sérstæð að því leyti að hún hafi enga fasta liðsskipan.

Sveitin sem mestmegnis mun hafa leikið hefðbundna blús- og soultónlist kom fyrst fram í júní 1995 og voru meðlimir hennar þá Georg Bjarnason bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þór Breiðfjörð söngvari.

Næstu mánuðina lék sveitin u.þ.b. einu sinni í mánuði og þó svo að yfirlýst markmið þeirra félaga væri að hafa mismunandi hljóðfæraskipan voru það upphafsmenn hennar sem skipaði kjarna hennar en gestaleikarar komu minna við sögu en ætlað var, meðal þeirra má þó nefna Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborðsleikara, Einar Scheving trommuleikara, Tómas Jóhannesson trommuleikara og Kristján Eldjárn gítarleikara.

Svif lék líklega í síðasta skipti í febrúar 1996.