Trap (1967-70 / 2010-)

Trap

Hljómsveitin Trap var starfandi á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar á Ísafirði, meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum enda var hún starfrækt í Gagnfræðiskólanum í bænum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en hér er giskað á 1967-70).

Meðlimir Traps voru Stefán Símonarson gítarleikari, Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari, Kristján Hermannsson orgelleikari og Örn Jónsson bassaleikari. Hugsanlega var Einar Guðmundsson í sveitinni upphaflega í stað Kristjáns.

Trap hefur komið reglulega fram síðan árið 2010 en skipan hennar hefur verið mismunandi, þannig hafa Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Rúnar Vilbergsson trommuleikari og Sigurður Árnason bassaleikari leikið með henni, og sjálfsagt fleiri. Þá tók Trap upp plötu í Stúdíó Hljóðverk árið 2019 og gaf hana út sama ár, hún ber nafn sveitarinnar og hefur að geyma gamla slagara.

Efni á plötum