Svavar Pétur Eysteinsson (1977-2022)

Svavar Pétur Eysteinsson var fyrst og fremst þekktur sem sóló tónlistamaðurinn Prins Póló, sem reyndar gat orðið að hljómsveit þegar á þurfti að halda en hann var einnig í þekktum sveitum eins og Rúnk og Skakkamanage. Eiginkona Svavars Péturs, Berglind Häsler starfaði oft með honum í tónlistinni en saman urðu þau einnig þekkt fyrir margvísleg…

Svavar Pétur Eysteinsson – Efni á plötum

Múldýrið – Múldýrið [ep] Útgefandi: Skakkamanage Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 1. Kúrekinn á múldýrinu 2. Pulse modulation 3. Pulse modulation beat cancel 4. Sumar á sólbekk Flytjendur: Kristín Jónsdóttir – söngur [?] Svavar P. Eysteinsson – [?] Einar Þór Kristjánsson – [?] Kristinn Gunnar Blöndal – [?] Helgi Örn Pétursson – [?] Viddi [?]…

Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1927)

Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld og píanóleikari er fyrst og allra fremst þekktur sem höfundur þjóðsöngs okkar Íslendinga, Lofsöngs (Ó, guð vors lands) en hann galt nokkuð fyrir að búa og starfa erlendis megnið af ævi sinni og því kynntust landsmenn ekki því sem hann hafði fram að færa sem tónskáld fyrr en síðar en hann var…

Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Efni á plötum

Sveinbjörn Sveinbjörnsson – [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone ZS 67002 Ár: 1925 1. Idyl 2. Vikivaki 3. Íslenzk rhapsodia Flytjendur: Sveinbjörn Sveinbjörnsson – píanó Karlakór Reykjavíkur – syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 074 Ár: 1974 1. Ó, Guð vors lands 2. Ingólfs minni 3. Á Sprengisandi…

Svölurnar (1988)

Fáar heimildir er að finna um hip hop dúett (sem líklega hefur verið með allra fyrstu hip hop sveitum landsins) sem bar nafnið Svölurnar en dúettinn kom fram á einum tónleikum (ásamt fleirum) á Zansibar (Casablanca) sumarið 1988 en hlaut afar neikvæða gagnrýni blaðamanns Morgunblaðsins, sem hefur e.t.v. átt þátt sinn í að hann varð…

Svölur (1941-49)

Telpnakórinn Svölur starfaði um nokkurra ára skeið á fimmta áratug síðustu aldar og setti þá heilmikinn svip á sönglíf Reykvíkinga en kórinn kom fram við ýmis hátíðleg tækifæri, t.a.m. á sumardaginn fyrsta sem þá var í hávegum hafður. Það var Jóhann Tryggvason söngkennari við Austurbæjarskóla sem setti Svölurnar á laggirnar haustið 1941 úr úrvali efnilegra…

Svörtu sauðirnir [2] (2008-14)

Hljómsveitin Svörtu sauðirnir var skipuð ungum tónlistarmönnum á Blönduósi og lék nokkuð á dansleikjum í heimabyggð, að öllum líkindum á árunum 2008 til 2014. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, hún gæti hafa verið stofnuð innan Skólalúðrasveitar Austur-Húnavatnssýslu en það er hrein ágiskun. Meðlimir Svörtu sauðanna voru líkast til fimm talsins og meðal…

Svörtu sauðirnir [1] (1992)

Hljómsveit sem bar heitið Svörtu sauðirnir og mun hafa verið starfandi á Akureyri 1992, kom suður til Reykjavíkur síðsumars það sama ár og lék á Amsterdam, þá mun sveitin hafa verið starfandi um tíma fyrir norðan skv. umfjöllun. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir upplýsingum…

Svörtu kaggarnir (1990-94)

Hljómsveitin Svörtu kaggarnir var rokkabillýsveit starfrækt á Akureyri og var nokkuð virk á tónleikasviðinu um tíma þann tíma er sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins. Svörtu kaggarnir voru stofnaðir síðsumars 1990 á Akureyri en sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit af þeim Kristjáni Ingimarssyni bassaleikara og söngvara og Konráði Vilhelm Sigursteinssyni gítarleikara en…

Svörtu ekkjurnar (1982-84)

Kvennahljómsveit sem bar nafnið Svörtu ekkjurnar starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, sveitin kom töluvert fram á tónleikum í annars nokkuð líflegu tónlistarlífi fyrir norðan á þessum tíma og þess má geta að þegar sveitin keppti í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1983 þá voru sex aðrar sveitir frá Akureyri í…

Svörfuður (1944-51)

Karlakórinn Svörfuður starfaði á árunum 1944 til 51 í Svarfaðardalnum og var á þeim tíma ómissandi partur af sönglífi Svarfdælinga enda söng kórinn nokkuð oft í heimasveitinni og á Dalvík. Ekki er þó víst að kórinn hafi starfað alveg samfleytt. Svörfuður var stofnaður haustið 1944 á fundi í þinghúsinu á Grund í Svarfaðardal en kórinn…

Svörtu sauðirnir [3] (2010)

Þeir félagar Karl Bjarni Guðmundsson (Kalli Bjarni Idol-sigurvegari) og Einar Ágúst Víðisson (Skítamórall o.fl.) komu fram vorið 2010 undir nafninu Svörtu sauðirnir þar sem þeir skemmtu með söng og gítarspili. Ekki liggur fyrir hvort þar var einungis um að ræða eitt eða fáein skipti.

Afmælisbörn 15. mars 2023

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig…