Fáar heimildir er að finna um hip hop dúett (sem líklega hefur verið með allra fyrstu hip hop sveitum landsins) sem bar nafnið Svölurnar en dúettinn kom fram á einum tónleikum (ásamt fleirum) á Zansibar (Casablanca) sumarið 1988 en hlaut afar neikvæða gagnrýni blaðamanns Morgunblaðsins, sem hefur e.t.v. átt þátt sinn í að hann varð ekki langlífari.
Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi Svalanna.