
Svörtu sauðirnir
Hljómsveitin Svörtu sauðirnir var skipuð ungum tónlistarmönnum á Blönduósi og lék nokkuð á dansleikjum í heimabyggð, að öllum líkindum á árunum 2008 til 2014.
Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, hún gæti hafa verið stofnuð innan Skólalúðrasveitar Austur-Húnavatnssýslu en það er hrein ágiskun.
Meðlimir Svörtu sauðanna voru líkast til fimm talsins og meðal þeirra voru Gunnar Sigfús Björnsson bassaleikari, Höskuldur Sveinn Björnsson gítarleikari, Bjarni Salberg Pétursson gítarleikari og Pálmi Gunnarsson söngvari (ekki Mannakorns-Pálmi) en óskað er eftir upplýsingum um trommuleikara hennar, og aðra meðlimi ef þeir voru sem og um starfstíma sveitarinnar en hún gæti hafa verið starfandi allt til 2014.