Svörtu sauðirnir [2] (2008-14)

Hljómsveitin Svörtu sauðirnir var skipuð ungum tónlistarmönnum á Blönduósi og lék nokkuð á dansleikjum í heimabyggð, að öllum líkindum á árunum 2008 til 2014. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, hún gæti hafa verið stofnuð innan Skólalúðrasveitar Austur-Húnavatnssýslu en það er hrein ágiskun. Meðlimir Svörtu sauðanna voru líkast til fimm talsins og meðal…

Afmælisbörn 29. september 2022

Sex afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og sex ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Sléttuúlfarnir (1990-92)

Hljómsveitin Sléttuúlfarnir var eins konar súpergrúbba – í anda Travelling Wilburys, vildu sumir meina en sveitin starfaði um ríflega tveggja ára skeið og sendi frá sér tvær plötur. Sléttuúlfarnir urðu til sem eins konar hljóðversband en sveitin varð í raun til í Hljóðrita og Sýrlandi vorið 1990 þegar Björgvin Halldórsson söngvari og gítarleikari setti saman…

Sjálfsmorðssveitin (1978-79)

Sjálfsmorðssveitin svokallaða starfaði í um eitt ár undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en sveitin sem var skipuð valinkunnum tónlistarmönnum var sett sérstaklega saman fyrir tónleika með Megasi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Megas (Magnús Þór Jónsson) hafði verið töluvert áberandi um og upp úr miðjum áttunda áratugnum, sent m.a. frá sér plötuna Á bleikum náttkjólum…

Afmælisbörn 29. september 2021

Sex afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og fimm ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Friðryk (1980-82)

Hljómsveitin Friðryk starfaði um skeið í upphafi níunda áratugarins, sveitin sem var í rokkaðri kanti þess tíma án þess þó að vera þungarokk var skipuð reynsluboltum af kynslóð poppara áttunda áratugarins sem var bendluð við skallapopp – e.t.v. var sveitin stofnuð til þess að afsanna skallapoppsímyndina því hún reyndi fremur að samsama sig flokki nýrrar…

Foxes (1966-68)

Bítlahljómsveitin Foxes var starfrækt í Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal í Þingeyjasýslu um tveggja vetra skeið árin 1966-68, sveitin sem var skólahljómsveit starfaði einnig utan skólans og lék m.a. á þorrablótum og annars konar samkomum og dansleikjum. Það voru þeir Friðrik Friðriksson trommuleikari, Sæmundur Harðarson gítarleikari, Sigfús Illugason bassaleikari og Pálmi Gunnarsson sem spilaði á…

Afmælisbörn 29. september 2020

Sex afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Afmælisbörn 29. september 2019

Fimm afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og þriggja ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Mánar [3] (1965-)

Mánar frá Selfossi var ein stærsta bítla- og hipparokkssveit Íslands á sínum tíma, líklega fór þó nokkuð minna fyrir sveitinni en ella þar sem hún var utan af landi og kom sér þ.a.l. minna á framfæri á höfuðborgarsvæðinu. Vígi sveitarinnar var Suðurland, og oftast er talað um að stærstu og frægustu hljómsveitir landsins hefðu ekki…

Vanir menn (1990-2001 / 2008-11)

Það fer ekki mikið fyrir hljómsveitinni Vönum mönnum í íslenskri tónlistarsögu en þessi sveit lék um árabil á dansstöðum borgarinnar auk þess að vera öflug á árshátíðarmarkaðnum, þá komu út nokkur lög með sveitinni á safnplötum. Vanir menn komu fyrst við sögu árið 1990 og virðist hafa spilað nokkuð stopult opinberlega framan af. Sveitina skipuðu…

Xport (1984-85)

Xport var stofnuð sem húshljómsveit á Skansinum í Vestmannaeyjum haustið 1984, og þar lék hún fram að áramótum. Meðlimir sveitarinnar voru Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari, Þorsteinn Magnússon gítarleikari og söngvari, Ragnar Sigurjónsson trommuleikari og Guðmundur Benediktsson hljómborðsleikari og söngvari. Eftir áramótin 1984-85 lék Xport víða uppi á landi en var einnig með annan fótinn…

Brunaliðið (1978-80)

Brunaliðið var allt í senn, ein vinsælasta, afkastamesta og sukksamasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu en hún skartaði nokkrum af skærustu poppstjörnum landsins á því tæplega tveggja ára skeiði sem hún starfaði. Tvennum sögum fer af því hvernig Brunaliðið varð til, annars vegar hefur verið sagt að Jón Ólafsson hljómplötuútgefandi (síðan nefndur Skífu-Jón) hafi fengið hugmyndina um…

Blúskompaníið (1967-)

Blúskompaníið er elsta blússveit landsins, brautryðjandi í blústónlist hérlendis, hefur starfað með hléum um langan tíma og er eftir því best verður komist enn starfandi. Þeir Magnús Eiríksson gítarleikari og Erlendur Svavarsson trommuleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Pónik um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en voru hættir í þeirri sveit þegar þeir voru farnir…

Blúsboltarnir (um 1985-)

Blúsboltarnir er í raun ekki starfandi hljómsveit heldur sveit sem kemur saman einu sinni á ári á Akranesi, 30. desember ár hvert. Upphaf Blúsboltanna má rekja til þess er Rúnar Júlíusson bassaleikari og Tryggvi J. Hübner gítarleikari voru eitt sinn að spila á Hótel Akranesi fyrir margt löngu, það gæti hafa verið annað hvort árið…

Afmælisbörn 29. september 2018

Fimm afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og tveggja ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Tríó Guðmundar Ingólfssonar (1965-91)

Tríó Guðmundar Ingólfssonar píanóleikara var í rauninni mörg tríó sem voru starfaði á ýmsum tímum frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar allt til andláts Guðmundar sumarið 1991, stundum gekk það undir nafninu Jazztríó Guðmundar Ingólfssonar eða jafnvel Jazzgrallararnir. Frægasta útgáfa tríósins er án nokkurs vafa sú sem lék með söngkonunni Björku Guðmundsdóttur á plötunni Gling…

Tíglar [1] (um 1965)

Á Vopnafirði var starfandi unglingasveit í kringum miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var áreiðanlega starfandi 1964 og gæti hafa verið virk ennþá þremur árum síðar. Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Pálmi Gunnarsson [bassaleikari?] (síðan Mannakorn o.m.fl.) var í henni sem og Ólafur Þór [?] gítarleikari, Glatkistan óskar…

Three monkeys (1995)

Tríóið Three monkeys starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1995 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Pálmi Gunnarsson harmonikkuleikari, Oddur Carl Thorarensen söngvari og Emil Hreiðar Björnsson gítarleikari. Three monkeys komust ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og varð að öllum líkindum skammlíf sveit.

Afmælisbörn 29. september 2017

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og eins árs gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Icy hópurinn (1986)

Icy hópurinn svokallaði og Gleðibankinn urðu frá fyrstu stundu klassík í íslenskri popptónlistarsögu enda varð ekki hjá því komist þar sem um var að ræða fyrsta framlag Íslendinga í hinni margfrægu Eurovision söngvakeppni sem haldin hafði verið síðan árið 1956. Það sem fyrst og fremst einkenndi umræðuna um hópinn og lagið á sínum tíma voru væntingarnar…

Afmælisbörn 29. september 2016

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari á stórafmæli dagsins en hann er áttræður í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í…

Póker (1977-79)

Hljómsveitin Póker er ein þeirra sveita sem kennd er við Pétur Kristjánsson og var starfandi á áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð í kjölfar þess að Paradís hætti og gagngert til þess að slá í gegn á alþjóða vettvangi en slíkar fyrirætlanir höfðu mistekist hjá Paradís. Paradís var stofnuð vorið 1977 upp úr Paradís…

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…

Afmælisbörn 29. september 2015

Þrjú afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er sjötíu og níu ára gamall í dag en hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í…

Örlög (1971)

Hljómsveitin Örlög var skammlíft ævintýri, stóð yfir í nokkra mánuði árið 1971. Pétur Pétursson trommuleikari, Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Ómar Óskarsson gítarleikari og hjónin Guðmundur Ingólfsson orgelleikari og Helga Sigþórsdóttir söngkona skipuðu sveitina, sem stofnuð var í febrúar 1971. Á þeim stutta tíma sem sveitin starfaði lagði hún einkum áherslu á tónlistina úr söngleiknum/kvikmyndinni Jesus Christ…

Rask [1] (1990-91)

Í raun mætti segja að hljómsveitin Rask væru tvær hljómsveitir Bubba Morthens, sem störfuðu með u.þ.b. árs millibili. Bubbi hafði unnið að og gefið út sólóplötuna Sögur af landi árið 1990, og þegar að því kom að kynna plötuna fór hann af stað með hljómsveit sem hann kallaði Rask, en það hafði verið eins konar vinnuheiti…

Faraldur (1986)

Áttundi og níundi áratugur tuttugustu aldarinnar var blómatíð sveitaballahljómsveita, þá túruðu vinsælustu hljómsveitir landsins gjarnan um landið í hringferð og tóku með sér vinsæla skemmtikrafta til að lengja prógrammið en markmiðið var að hala inn sem mesta innkomu á sem skemmstum tíma. Faraldur var einn þessara hringferðalanga en hafði reyndar þá sérstöðu að vera sett…

Faraldur – Efni á plötum

Faraldur – Faraldur [ep] Útgefandi: Grand hf. Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1986 1. Heilræðavísur Stanleys 2. Fisklandið 3. Draugar á ferð 4. Stanley fer í stúdíó Flytjendur Pétur Hjaltested – hljómborð Þorsteinn Magnússon – gítar Tryggvi J. Hübner – gítar Eggert Þorleifsson – söngur Pálmi Gunnarsson – bassi og söngur Eiríkur Hauksson – söngur Sigurður Reynisson – trommur…

Graham Smith – Efni á plötum

Graham Smith – Með töfraboga / Touch of magic Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 149 / SG 809 Ár: 1981 1. Suðurnesjamenn 2. Hvers vegna varst’ ekki kyrr? 3. Sofðu unga ástin mín 4. Blítt og létt 5. Bláu augun þín 6. Stolt siglir fleyið mitt 7. Jarðarfarardagur 8. Hrafninn 9. Viltu með mér vaka í…

Islandia (1974)

Hljómsveitin Islandia (Íslandía) starfaði um nokkurra mánaða skeið þjóðhátíðarárið 1974. Hún var stofnuð snemma árs líklega í því skyni að vera húshljómsveit í Sigtúni en einnig lék hún nokkuð á skemmtunum sjálfstæðisflokksins um sumarið. Islandia var skipuð söngvurunum og hjónakornunum Þuríði Sigurðardóttur og Pálma Gunnarssyni en einnig voru í sveitinni Austfirðingarnir Örn Óskarsson trompetleikari og…

Musicamaxima (1972-73)

Hljómsveitin Musicamaxima spilaði 1972-73 fyrir gesti Leikhúskjallarans. Sveitin var stofnuð sumarið 1972 og hóf að leika þar í byrjun september. Í byrjun skipuðu þessa fjögurra manna sveit líklega þeir Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari, Halldór Pálsson saxófónleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari og Úlfar Sigmarsson hljómborðsleikari. Laust eftir áramótin hætti Pálmi söngvari í sveitinni en hann fór…

Ruth Reginalds – Efni á plötum

Róbert í Leikfangalandi – ýmsir Útgefandi: Demant / Skífan Útgáfunúmer: D1 001 / SCD 113 Útgáfuár: 1975 / 1993 1. Dýrakynning 2. Róbert, Róbert bangsi 3. Eigið hitakerfi 4. Heima 5. Bíllinn minn 6. Ef ég væri í skárra skapi 7. Sjá, sjá 8. Leikfangaland 9. Annar tími á öðrum stað 10. Áfram, áfram 11.…

Söngvakeppni Sjónvarpsins [1] [tónlistarviðburður] (1981)

Söngvakeppni Sjónvarpsins (hin fyrri) var aðeins haldin einu sinni, snemma vors 1981 en hugmyndin með henni var að gefa áhugasömum laga- og textahöfundum tækifæri til að koma efni sínu á framfæri, upphaflega var gert ráð fyrir að þetta yrði eins konar undankeppni Eurovision söngkeppninnar. Keppnin hafði verið auglýst með góðum fyrirvara og um fimm hundruð…

Zikk Zakk (1993-95)

Akureyska bræðingssveitin Zikk Zakk lék nokkrum sinnum opinberlega á árunum 1993-95. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari, Kristján Edelstein gítarleikari og Karl Olgeirsson hljómborðsleikari. Eitthvað fækkaði í sveitinni eftir því sem á leið og starfaði Zikk Zakk sem tríó undir það síðasta.

Elly Vilhjálms – Efni á plötum

Elly Vilhjálms [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-2010 Ár: 1960 1. Ég vil fara upp í sveit 2. Kveðju sendir blærinn Flytjendur: Elly Vilhjálms – söngur KK-sextett – Jón Sigurðsson [2] (Jón bassi) – bassi og raddir – Jón Páll Bjarnason – gítar – Þórarinn Ólafsson – raddir og víbrafónn – Guðmundur Steingrímsson – trommur – Árni Scheving…

Celsius (1976-77)

Diskópoppsveitin Celsius var töluvert áberandi það ár sem hún starfaði, 1976-77. Sveitin var stofnuð snemma vors 1976 af þeim Kristjáni Þ. Guðmundssyni hljómborðsleikara, Birgi Hrafnssyni gítarleikara, Sigurði Karlssyni trommuleikara og Pálma Gunnarssyni bassaleikara og söngvara en þeir voru allir þekktir tónlistarmenn og framarlega í íslensku tónlistarlífi. Fljótlega bættist Birgir Guðmundsson gítarleikari í hópinn og um…

Aukinn þrýstingur (1988-89)

Hljómsveitin Aukinn þrýstingur var stofnuð í tengslum við útgáfu á plötu Valgeirs Guðjónssonar, Góðir Íslendingar, sem kom út fyrir jólin 1988. Tveir meðlimir sveitarinnar, gömlu kempurnar Björgvin Gíslason gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari, höfðu leikið undir á plötunni með Valgeiri og þegar til stóð að kynna hana með spilamennsku bættust ungliðarnir Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari (Lögmenn,…