Iceland [1] (1980-94)

Íslensk-sænskættaða hljómsveitin Iceland starfaði líklega að mestu leyti í Bandaríkjunum á níunda áratug 20. aldar. Hún hét áður Vikivaki og hafði þá verið til frá 1966 í ýmsum myndum en 1980 breytti hún um nafn og kallaði sig Iceland upp frá því. Uppistaðan í sveitinni voru íslenskir bræður sem höfðu starfað í Svíþjóð frá unga…

Illskársti kosturinn (1987)

Hljómsveitin Illskársti kosturinn kom úr Menntaskólanum að Laugarvatni, keppti í Músíktilraunum 1987 og komst alla leið í úrslitin þar sem sveitin hafnaði í fjórða sæti. Meðlimir sveitarinnar voru Ragnar Klemensson bassaleikari, Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari, Gunnar Júlíusson söngvari, Rúnar Þorsteinsson trommuleikari, Kjartan Ásmundsson gítarleikari og Hlynur Arnórsson hljómborðsleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu lengi sveitin…

In memoriam (1993-93)

Thrashmetal hljómsveitin In memoriam úr Reykjavík var stofnuð snemma sumars 1991 upp úr annarri, Mortuary sem lenti í þriðja sæti Músíktilrauna þá um vorið. Síðar um sumarið keppti sveitin í hljómsveitakeppni í Húnaveri sem haldin var um verslunarmannahelgina. Þar gerðin hún sér lítið fyrir og sigraði en hluti verðlaunanna var að spila á Íslendingahátíð ásamt…

Inflammatory (1992)

Dauðarokkshljómsveitin Inflammatory var ein af þeim öflugri í dauðarokkssenunni upp úr 1990 og keppti í Músíktilraunum 1992, komst þar reyndar í úrslitin. Sveitin ól af sér nokkra tónlistarmenn sem urðu þekktari fyrir annars konar tónlist síðar en dauðarokk en þeir voru aðeins fjórtán og fimmtán ára þegar sveitin kom fram á Músiktilraunum. Meðlimir sveitarinnar þá…

Infusoria (1991)

Hljómsveitin Infusoria varð þekktust fyrir að sigra Músíktilraunir Tónabæjar vorið 1991. Sveitin hafði þá starfað undir öðrum nöfnum áður frá haustinu 1989, þ.á.m. Sororicide, en eftir sigurinn í tilraununum breyttu meðlimir nafni sveitarinnar aftur í Sororicide. Undir því nafni varð hún þekktust. Meðlimir Infusoriu vorið 1991 voru þeir Gísli Sigmundsson bassaleikari (Changer o.fl.), Guðjón Óttarsson…

Ingimar Eydal (1936-93)

Ingimar Eydal er þekktastur norðlenskra tónlistarmanna fyrr og síðar, og þá er á engan hallað. Hljómsveit hans skóp einstaka stemmingu í Sjallanum á Akureyri sem ekki verður endurvakin en auk þess þótti Ingimar skemmtilegur persónuleiki og hvers manns hugljúfi. (Róbert) Ingimar Harðarson Eydal fæddist á Akureyri haustið 1936 og hneigðist áhugi hans snemma að hvers…

Ipanema (1988)

Hljómsveitin Ipanema var starfandi sumar og haust 1988 en litlar sem engar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Þó liggur fyrir að gítarleikari hennar hét Geir Gunnarsson og sveitin hafði á að skipa söngkonu. Allar upplýsingar eru vel þegnar.

Islandia (1974)

Hljómsveitin Islandia (Íslandía) starfaði um nokkurra mánaða skeið þjóðhátíðarárið 1974. Hún var stofnuð snemma árs líklega í því skyni að vera húshljómsveit í Sigtúni en einnig lék hún nokkuð á skemmtunum sjálfstæðisflokksins um sumarið. Islandia var skipuð söngvurunum og hjónakornunum Þuríði Sigurðardóttur og Pálma Gunnarssyni en einnig voru í sveitinni Austfirðingarnir Örn Óskarsson trompetleikari og…

Íslandssjokkið (1982-84)

Á fyrstu Músíktilraununum (1982) kom fram hljómsveit sem bar nafnið Íslandssjokkið. Um var að ræða kvartett, tveir kassagítarar, þverflauta og kontrabassi en engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um sveitina. 1983 og 84 kom þjóðlagatengd sveit undir nafninu Guðjón Guðmundsson og Íslandssjokkið fram nokkrum sinnum, m.a. á vísnakvöldi og fullveldishátíð Háskóla Íslands. Engar upplýsingar liggja heldur…

Íslensk knattspyrna (1989)

Íslensk knattspyrna var hljómsveit starfandi í Eiðaskóla 1989. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum þá um vorið og var þá skipuð þeim Benedikt Páli Magnússyni bassaleikara (Trassarnir), Jóni Tryggva Jónssyni gítarleikara, Guðbjarti Pétri Árnasyni trommuleikara og Róberti Ólafssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin gekk framan af undir nafninu Kaffidanirnir.

Íslensku tónlistarverðlaunin [tónlistarviðburður] (1993-)

Íslensku tónlistarverðlaunin hafa verið veitt síðan 1993, verðlaunin eru þó ekki fyrst sinnar tegundar á Íslandi – Stjörnumessa var haldin í fáein skipti á áttunda áratug liðinnar aldar og eins hafa ýmsir fjölmiðlar gert tilraunir til slíkra verðlaunahátíða, þær hafa þó aldrei orðið langlífar. Menningarverðlaun ýmis konar eru þó undantekningar en þar er tónlist yfirleitt…