Illskársti kosturinn (1987)

engin mynd tiltækHljómsveitin Illskársti kosturinn kom úr Menntaskólanum að Laugarvatni, keppti í Músíktilraunum 1987 og komst alla leið í úrslitin þar sem sveitin hafnaði í fjórða sæti.

Meðlimir sveitarinnar voru Ragnar Klemensson bassaleikari, Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari, Gunnar Júlíusson söngvari, Rúnar Þorsteinsson trommuleikari, Kjartan Ásmundsson gítarleikari og Hlynur Arnórsson hljómborðsleikari.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu lengi sveitin starfaði.