Skólakór Héraðsskólans á Laugarvatni (1930-63)

Lengi vel var starfræktur skólakór við Héraðsskólann á Laugarvatni og átti þar Þórður Kristleifsson stóran hlut að máli en hann stjórnaði kórum í yfir þrjátíu ár við skólann. Héraðsskólinn á Laugarvatni hafði tekið til starfa haustið 1928 og um tveimur árum síðar kom Þórður þangað sem kennari og setti saman kór líklega strax á fyrsta…

Skólahljómsveitir Menntaskólans á Laugarvatni (1958-)

Menntaskólinn á Laugarvatni (ML) hafði lengi þá sérstöðu meðal menntaskóla að vera afskekktari en aðrir slíkir og því var jafnan lögð á það áhersla að hljómsveit væri starfandi innan skólans svo ekki þyrfti að sækja hljómsveitir um lengri vegalengdir til að leika á dansleikjum og öðrum skemmtunum. Menntaskólinn að Laugarvatni var stofnaður 1953 og fljótlega…

Skólahljómsveitir Héraðsskólans á Laugarvatni (1946-62)

Skólahljómsveitir munu hafa verið starfræktar við Héraðsskólann á Laugarvatni á árum áður en heimildir þ.a.l. eru nokkuð slitróttar og því við hæfi að lesendur Glatkistunnar fylli í eyður eftir því sem kostur er. Skólahljómsveit var starfrækt við skólann árið 1946 en meðlimir hennar voru þeir Sigurður Guðmundsson píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari og Pétur Jónsson saxófónleikari.…

Sahara [1] (um 1975)

Hljómsveitin Sahara var starfandi á Laugarvatni um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum var um að ræða sveit skipaða nemum úr íþróttakennaraskólanum, menntaskólanum og héraðsskólanum á staðnum Það voru þeir Ísólfur Gylfi Pálmason, Konráð Jakob Stefánsson og Bergþór Morthens sem mönnuðu þessa sveit auk eins eða tveggja í viðbót. Ekki liggur fyrir skipan…

Yoga (1967-68)

Yoga var skólahljómsveit í Menntaskólanum á Laugarvatni veturinn 1967-68. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Stefánsson trommuleikari, Ólafur Örn Ingólfsson bassaleikari [?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari (Þokkabót o.fl.) og Sverrir Kristinsson gítarleikari. Félagarnir komu víðs vegar að, af Suðurnesjunum, Vestmannaeyjum og Hveragerði. Raunar var kjarni sveitarinnar nokkurn veginn sá sami alla…

Bóbó Pjeturs og fjölskylda (1969-70)

Hljómsveitin Bóbó Pjeturs og fjölskylda starfaði í Menntaskólanum að Laugarvatni veturinn 1969-70 og var þar eins konar skólahljómsveit. Meðlimir hennar voru Halldór Gunnarsson (síðar Þokkabót), Viðar Jónsson, Ólafur Örn Ingólfsson, Þórólfur Guðnason og Smári Geirsson, sá síðast taldi var trommuleikari en óljóst er hvaða hlutverki hinir höfðu að gegna í hljómsveitinni.

Illskársti kosturinn (1987)

Hljómsveitin Illskársti kosturinn kom úr Menntaskólanum að Laugarvatni, keppti í Músíktilraunum 1987 og komst alla leið í úrslitin þar sem sveitin hafnaði í fjórða sæti. Meðlimir sveitarinnar voru Ragnar Klemensson bassaleikari, Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari, Gunnar Júlíusson söngvari, Rúnar Þorsteinsson trommuleikari, Kjartan Ásmundsson gítarleikari og Hlynur Arnórsson hljómborðsleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu lengi sveitin…