Yoga (1967-68)

engin mynd tiltækYoga var skólahljómsveit í Menntaskólanum á Laugarvatni veturinn 1967-68.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Stefánsson trommuleikari, Ólafur Örn Ingólfsson bassaleikari [?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari (Þokkabót o.fl.) og Sverrir Kristinsson gítarleikari. Félagarnir komu víðs vegar að, af Suðurnesjunum, Vestmannaeyjum og Hveragerði.

Raunar var kjarni sveitarinnar nokkurn veginn sá sami alla skólatíð nemendanna en hét mismunandi nöfnum, s.s. Monosystem, Vinir og vandamenn, Hrafnar o.fl.