Blóm afþökkuð (1967-68)

Blóm afþökkuð

Bítlasveitin Blóm afþökkuð starfaði innan Menntaskólans á Laugarvatni vorið 1967 og síðan veturinn 1967-68.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Björn Bergsson söngvari og gítarleikari, Bjarni Fr. Karlsson trommuleikari, Guðmundur Svavarsson bassaleikari og Sverrir Kristinsson söngvari og gítarleikari. Þá gætu Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari og Einar Örn Stefánsson trommuleikari einnig hafa komið við sögu hennar.