Vinir og vandamenn [1] (1966-67)

Vinir og vandamenn

Veturinn 1966-67 starfaði bítlahljómsveit við Menntaskólann á Laugarvatni og bar hún heitið Vinir og vandamenn, hún mun hafa verið stofnuð upp úr Hröfnum sem einnig starfaði við skólann.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Gunnar Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Guðjohnsen trommuleikari, Þorvaldur Örn Árnason bassasleikari og Hafsteinn Guðfinnsson gítarleikari. Líklega var Sverrir Kristinsson gítarleikari einnig í sveitinni. Þegar Einar trommuleikari forfallaðist um tíma og annar trommari fyllti skarð hans, var sveitin kölluð Vinir og varamenn.

Líklega léku Vinir og vandamenn mestmegnis á samkomum tengdum ML.