Vinir og synir (1992)

Vinir og synir

Í upphafi árs 1992 var sett saman hljómsveit á Akureyri til að leika á söngskemmtun í Sjallanum, sem bar yfirskriftina Það er svo geggjað – saga af sveitaballi. Söngvarar í sýningunni voru Rúnar Júlíusson, Karl Örvarsson, Jakob Jónsson og Díana Hermannsdóttir.

Meðlimir sveitarinnar, sem hlaut nafnið Vinir og synir, voru áðurnefndur Jakob sem einnig lék á gítar, Kristján Edelstein gítarleikari, Valur Halldórsson trommuleikari, Jóhann Ingvason hljómborðsleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari. Síðar sama ár lék sveitin á dansleikjum norðan heiða og þá söng Díana Hermannsdóttir með sveitinni sem kallaði sig Vinir og synir hennar Díönu.